Vörurnar eiga það allar sameiginlegt að innihalda lífrænt ræktuð innihaldsefni þar sem ólífuolía er í aðalhlutverki og sækja vörurnar kraft sinn og einkenni í olíuna.

Ólífuolía er í aðalhlutverki í húðvörunum frá La Provencale Bio.
Markmið La Provencale Bio-húðvaranna er að styðja við þróun lífrænni heims og merkið leggur áherslu á a aðstoða framleiðendur í Provence héraðinu við að þróa lífræna ræktun á býlum sínum.

Ólífuolían frá Provence héraðinu í Frakklandi er þekkt fyrir að vera mjög auðug af andoxunarefnum og e-vítamíni. Hún færir húðinni djúpa næringu og byggir upp þéttleika og vellíðan í húðinni. Gott er að nota olíur til að byggja upp gott rakastig í húðinni og sérstaklega núna þegar fer að kólna úti og við förum að finna fyrir þurrk í húðinni af völdum kulda.


Gott er að nota olíur á kvöldin svo húðin geti unnið við að byggja upp rakann á nóttunni, einnig henta þær öllum húðgerðum.
Í vörulínunni finnið þið breitt úrval af húðvörum bæði fyrir andlit og líkama. Hreinar olíur, dag- og næturkrem, sturtusápur, svitalyktareyði án áls og hreinsimaska. Með aðstoð varanna fær húðin raka og hún verður mýkri og stinnari.


La Provencale Bio færðu í Hagkaup og Lyfju í Smáralind og nú á sérstöku tilboði í tilefni afmælishátíðar Smáralindar.