Fara í efni
KYNNING

Ljómaðu með okkur í sumar

Fegurð - 30. júní 2022

Það er fátt fallegra en vel nærð og ljómandi húð yfir sumarið. Nú standa yfir kynningar Tax free-dagar í Hagkaupsverslunum og er auka 20% afsláttur af vörum sem hjálpa þér að fá heilbriðan og fallegan ljóma í húðina í sumar.

Arna Sigurlaug og Halldóra sölustjórar hjá Artica segja okkur hér frá þeirra uppáhalds vörum fyrir sumarið, sem gefa húðinni góðan raka og fallegan ljóma

 

Arna Sigurlaug
Halldóra

Fyrsta varan, sú sem margir þekkja og þykir ómissandi í húðrútínuna er Advanced Night Repair droparnir frá Estée Lauder. Droparnir eru olíulausir, henta öllum húðgerðum og öllum kynjum.

Mælt er með að nota þá bæði kvölds og morgna sem fyrsta skref.

 

Advanced Night Repair droparnir viðhalda raka í húðinni með hýalúronsýrum, styrkja húðina, vernda hana gegn umhverfisáhrifum og bláum ljósum. Húðin verður mýkri, fínar línur verða minna sjáanlegar og húðin verður heilbrigð og fær fallegan ljóma.

Ekki má gleyma ljómasprengjunni sem er eitt af okkar uppáhalds sermum, en það er Ginzing Glow Serum frá Origins sem er stútfullt af C-vítamíni sem er andoxandi og gefur húðinni fallegan ljóma ásamt því að mýkja húðina og minnka húðholur með reglulegri notkun.

Til að viðhalda heilbrigði húðar er mikilvægt að nota viðeigandi krem sem hentar þinni húðgerð til að stuðla að mýkri og nærðari húð ásamt því að fyrirbyggja öldrun hennar.

Moisture Surge rakabomban frá Clinique sér til þess að húðin fái allan þann raka sem hún þarfnast. Olíulaus formúla sem inniheldur lífgerjað Aloe Vera og hýalúrónsýru sem smýgur djúpt inn í yfirborð húðarinnar og veitir henni langvarandi raka, eða í allt að 100 klukkustundir, jafnvel eftir að þú hefur þvegið andlitið.

Við fylgjum eftir með góðu augnkremi fyrir augnumgjörðina. Ef þú ert að leita að vöru sem vinnur á fínum og djúpum línum, þá er Advanced Night Repair Eye concentrate Matrix frá Estée Lauder fyrir þig. Hraðvirkt, djúpnærandi augn concentrate sem vinnur á öllu augnsvæðinu.

Til að vinna á þrota og dekkri augnumgjörð leysir Brighteyes frá Glamglow það vandamál. Brighteyes er lýsandi augnkrem sem inniheldur peptíð, koffein og er ríkt af hýalúrónsýru. Formúlan birtir augnskvæðið, dregur úr þreytumerkjum og veitir góðan raka.

Til að dekra við húðina er tilvalið að setja á sig maska einu sinni til tvisvar í viku. GLAMGLOW er maska merki sem er þekkt fyrir skjótan og sjáanlegan árangur og er með breytt vöruúrval af möskum, allt eftir því eftir hverju þú ert að leita að, eða hvers húðin þín þarfnast.

Við elskum BRIGHTMUD þegar við erum þreyttar og okkur vantar extra búst fyrir húðina. Blanda af AHA og BHA sýrum og örfínum vikri sléttir húðina, birtir hana og veitir henni fallegan ljóma á aðeins 20 mínútum.

Eftir góðan sólardag notum við THIRSTYMUD rakamaskann sem bæði róar og gefur húðinni góða raka. Blanda af hýalúrónsýru og sítrónusýrum sem gefa húðinni rakabúst og læsir inni þann raka sem þegar er til staðar í húðinni. Appelsínublóm gefur ljóma og engiferrót afeitrar húðina, húðin verður vel nærð og fallega ljómandi.

Yfir sumartímann er oft mikið um að vera og viljum við nota grunn fyrir fallega ljómandi förðun. SMASHBOX er með sérstöðu þegar kemur að farðagrunnum, þar sem þeir bjóða uppá farðagrunna fyrir allar húðtýpur. Farðagrunnana má nota eina og sér eða undir farða, þeir hafa innihaldsefni sem hafa góð áhrif á húðina og vernda hana gegn umhverfisáhrifum.

Illuminate Glow Primer, gefur góðan raka og fallegan sólkysstan ljóma sem er svo vinsælt í dag. Hann er stútfullur af C-vítamíni sem meðal annars styrkir ónæmiskerfi húðarinnar og kemur í veg fyrir litabreytingar.

Til þess að viðhalda raka í húðinni mælum við með að nota gott rakasprey og þar kemur Fix+ frá MAC sterkt inn. Það þekkja flestir upphaflega Fix+, sem er rakagefandi andlitssprey og farðagrunnur sem frískar upp á húðina, þessi vara er verðlauna- og metsöluvara um allan heim og í miklu uppáhaldi hjá förðunarfræðingum. Fix+ er stútfullt af vítamínum og steinefnum, inniheldur einnig agúrku, grænt te og kamillu sem heldur húðinni ferskri frá morgni til kvölds.

Nýverið kom á markað nýtt Fix+ Magic Radiance, hér er á ferðinni gamla góða Fix+ sem búið er að bæta með C-vítamíni, hýalúrónsýru og ilmkjarnaolíum. Þessi töfrablanda viðheldur raka og ljóma húðarinnar allan daginn.

Meira úr fegurð

Fegurð

Stærsta bjútítrend ársins

Fegurð

Hár og fegurð á hátískuviku í París

Fegurð

Best í bjútí

Fegurð

Förðunarfræðingar mæla með þessum snyrtivörum og þær fást núna á Íslandi!

Fegurð

Spennandi snyrtivörur frá Lancôme á Tax Free

Fegurð

Sjúklega sæt sumarlína Nailberry á Tax Free

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Stærstu bjútítrendin vorið 2022