Fyrsta varan, sú sem margir þekkja og þykir ómissandi í húðrútínuna er Advanced Night Repair droparnir frá Estée Lauder. Droparnir eru olíulausir, henta öllum húðgerðum og öllum kynjum.
Mælt er með að nota þá bæði kvölds og morgna sem fyrsta skref.
Advanced Night Repair droparnir viðhalda raka í húðinni með hýalúronsýrum, styrkja húðina, vernda hana gegn umhverfisáhrifum og bláum ljósum. Húðin verður mýkri, fínar línur verða minna sjáanlegar og húðin verður heilbrigð og fær fallegan ljóma.
Moisture Surge rakabomban frá Clinique sér til þess að húðin fái allan þann raka sem hún þarfnast. Olíulaus formúla sem inniheldur lífgerjað Aloe Vera og hýalúrónsýru sem smýgur djúpt inn í yfirborð húðarinnar og veitir henni langvarandi raka, eða í allt að 100 klukkustundir, jafnvel eftir að þú hefur þvegið andlitið.
Til að dekra við húðina er tilvalið að setja á sig maska einu sinni til tvisvar í viku. GLAMGLOW er maska merki sem er þekkt fyrir skjótan og sjáanlegan árangur og er með breytt vöruúrval af möskum, allt eftir því eftir hverju þú ert að leita að, eða hvers húðin þín þarfnast.
Til þess að viðhalda raka í húðinni mælum við með að nota gott rakasprey og þar kemur Fix+ frá MAC sterkt inn. Það þekkja flestir upphaflega Fix+, sem er rakagefandi andlitssprey og farðagrunnur sem frískar upp á húðina, þessi vara er verðlauna- og metsöluvara um allan heim og í miklu uppáhaldi hjá förðunarfræðingum. Fix+ er stútfullt af vítamínum og steinefnum, inniheldur einnig agúrku, grænt te og kamillu sem heldur húðinni ferskri frá morgni til kvölds.
Nýverið kom á markað nýtt Fix+ Magic Radiance, hér er á ferðinni gamla góða Fix+ sem búið er að bæta með C-vítamíni, hýalúrónsýru og ilmkjarnaolíum. Þessi töfrablanda viðheldur raka og ljóma húðarinnar allan daginn.