Fara í efni

Förðunarfræðingar mæla með þessum snyrtivörum og þær fást núna á Íslandi!

Fegurð - 16. maí 2022

Nafnið Troy Surratt er kannski ekki jafn þekkt og Mario Dedivanovic eða Charlotte Tilbury en maðurinn er ekki síður goðsögn í förðunarbransanum. Troy var lærlingur hjá Kevyn Aucoin og hefur unnið með mörgum af stærstu Hollywoodstjörnum heims. Snyrtivörulínan hans, Surratt, hefur getið sér gott orð í bransanum og þá eru sérstaklega förðunarfræðingar sem elska að geta sérvalið eigin liti í pallettur sínar. Nú fæst Surratt loksins hér á landi og förðunarfræðingur HÉR ER kynnti sér málið.

Surratt fæst nú loksins á Íslandi í snyrtivöruversluninni Elira í Smáralind, sem býður upp á sérsniðna og persónulega þjónustu.

Troy gat sér gott orð sem lærlingur stórstjörnunnar Kevin Aucoin heitins en er ekki síður búinn að skapa sér sitt eigið nafn hin síðari ár. Hann hefur farðað Hollywoodstjörnur á borð við Kim Kardashian, Adele og Charlize Theron en árið 2013 kom Surratt-snyrtivörulínan á markað sem hefur slegið hefur í gegn hjá rétta krádinu, ef svo má segja. Snyrtivörulínan er innblásin af japanskri hönnun og fagurfræði en það sem gerir Surratt sérstaklega vinsælt hjá förðunarfræðingum (fyrir utan gæðin) er hversu auðvelt það er að skapa pallettur eftir eigin höfði. (Hver kannast ekki við að kaupa pallettu þar sem einn eða tveir litir eru notaðir upp til agna en restin er skilin eftir ósnert?)

Troy Surratt og Kevin Aucoin unnu mikið saman á tíunda áratugnum.
Kim Kardashian elskar augnhárabrettarann frá Surratt, og hún er svo sannarlega ekki ein um það!
Það eru engin fegurðarleyndarmál lengur, nú geturðu fundið allt á Youtube. Þannig að ég bjó til kerfi sem gerir neytandanum kleift að velja sjálfur það sem passar hverjum og einum. Hingað til hefur verið algengast að markaðsfólk velji marga liti saman í pallettu og fólk endar oftar en ekki með að nota bara einn eða tvo liti af þeim. Sérsniðnar litapallettur eru kannski alveg nýjar af nálinni en ég gerði þær kannski bara nútímalegri og meira sexí.
Förðunarfræðingurinn Troy Surratt.

Primer, farði og bursti í einni vöru

Elira, 10.990 kr.
Surreal Skin-farðinn er tilvalinn fyrir nútímakonuna sem er alltaf á hlaupum. Farðinn sjálfur kemur úr burstanum og veitir miðlungsþekju, bráðnar inn í húðina og minnkar ásýnd húðhola og fínna lína. Áferðin er semí-mött og helst vel á en þessi er tilvalinn í töskuna yfir daginn, til að fríska upp á förðunina fyrir kvöldið, til dæmis.

Beisik en ekki boring-augnskuggar

Augnskuggapallettan Beyond Beige er mest selda palletta Surratt og það er auðvelt að sjá ástæðuna. Tilvalin hvort sem er dagsdaglega eða til að gera eitthvað meira smokey.
Beyond Beige-augnskuggapallettan í aksjón!

Verðlaunalæner

Auto-graphique lænerinn er blautur eyeliner sem býr til hina fullkomnu línu sem endist allan liðlangan daginn. Verðlaunasnyrtivara sem er þess virði að prófa. Við elskum að hægt er að kaupa áfyllingu í hann.

Glansandi augnlok

Lid Laquer er kremað augn"gloss" sem býr til ómótstæðilegt lúkk á augnlokin. Þú færð sexí, rokkað smokey á núlleinni með þessari verðlaunavöru.

Varalitur eða gloss?

Lipslique er léttari en varalitur en minna glansandi en gloss, varan dansar þarna vel á miðjunni. Költ vara sem framkallar kynþokkafullar varir en tekur ekkert pláss í töskunni.
Surratt
Fyrirsæta förðuð með Surratt.

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum