Troy gat sér gott orð sem lærlingur stórstjörnunnar Kevin Aucoin heitins en er ekki síður búinn að skapa sér sitt eigið nafn hin síðari ár. Hann hefur farðað Hollywoodstjörnur á borð við Kim Kardashian, Adele og Charlize Theron en árið 2013 kom Surratt-snyrtivörulínan á markað sem hefur slegið hefur í gegn hjá rétta krádinu, ef svo má segja. Snyrtivörulínan er innblásin af japanskri hönnun og fagurfræði en það sem gerir Surratt sérstaklega vinsælt hjá förðunarfræðingum (fyrir utan gæðin) er hversu auðvelt það er að skapa pallettur eftir eigin höfði. (Hver kannast ekki við að kaupa pallettu þar sem einn eða tveir litir eru notaðir upp til agna en restin er skilin eftir ósnert?)
Það eru engin fegurðarleyndarmál lengur, nú geturðu fundið allt á Youtube. Þannig að ég bjó til kerfi sem gerir neytandanum kleift að velja sjálfur það sem passar hverjum og einum. Hingað til hefur verið algengast að markaðsfólk velji marga liti saman í pallettu og fólk endar oftar en ekki með að nota bara einn eða tvo liti af þeim. Sérsniðnar litapallettur eru kannski alveg nýjar af nálinni en ég gerði þær kannski bara nútímalegri og meira sexí.