
Árið 2008 stofnaði Jamie Kern Lima snyrtivörumerkið IT Cosmetics en hún átti erfitt með að finna förðunarvörur sem huldu rósroða, án þess að vera það þykkar að þær létu hana líta út fyrir að vera tíu árum eldri. Hún lét sig dreyma um að hanna snyrtivörur sem raunverulega virkuðu fyrir alvöru konur og gáfu þeim sjálfsöryggi.

Til að ná þessu markmiði vissi Jamie að það væri mikilvægt að gera hlutina öðruvísi og fékk því teymi húðlækna og lýtalækna í lið með sér. Ólíkt öðrum snyrtivörumerkjum hafa allar förðunarvörur IT Cosmetics húðbætandi eiginleika sem ekki einungis virka samstundis heldur gefa langvarandi árangur. Allar formúlurnar eru rakagefandi, styrkjandi og verndandi og eru því fyrirbyggjandi við ótímabærri öldrun húðarinnar.

„You are beautiful, you are IT!“
Vinsælustu vörur IT Cosmetics
Margir kannast við farðann Your Skin But Better CC+ en hann er mest seldi farðinn í Bandaríkjunum og ekki að ástæðulausu.

Your Skin But Better hefur farið sigurför um heiminn en farðinn er vel þekjandi og litaleiðréttir, með sólarvörn spf 50 og inniheldur fyrirbyggjandi serum. Formúlan fyllir einnig upp í línur og opnar húðholur. Við segjum fullkomnun í farðatúpu!
Bye Bye Undereye-hyljari
Vel þekjandi hyljarinn verndar viðkvæmt augnsvæðið, dregur úr sýnileika fínna lína og hrukka og er einnig rakagefandi og vatnsheldur í þokkabót.

Bye Bye Pores-púður
Er laust og pressað púður sem er rakagefandi og inniheldur ekta silki þannig að púðrið ýkir ekki línur, opnar húðholur eða þurra húð.

Brow Power-augabrúnablýantur
Er endingargóður augabrúnablýantur sem inniheldur nærandi og styrkjandi eiginleika.


Superhero-maskari
Maskarinn inniheldur nærandi og styrkjandi eiginleika fyrir augnhárin, gefur meiri þéttleika og lengir þau á sama tíma. Greiðir úr hverju augnhári og gerir þau extra þykk og falleg.


Confidence In A Cream-andlitskrem
Andlitskrem með ótal eiginleika sem hefur verið mest selda andlitskremið í Bandaríkjunum.

Kremið gefur raka, vinnur á fínum línum, jafnar áferð og litarhaft húðarinnar, dregur úr sýnileika húðhola og þéttir og birtir. Krem sem gerir nánast allt nema að taka úr vél fyrir okkur!
It Cosmetics er til sölu í Hagkaup í Smáralind.