
Munurinn á sexí smokey-förðun (þeirri sem maður getur séð fyrir sér franskar konur aðhyllast) og amerískri prom-förðun er einfaldur. Svipað og „bed head“-hár er alltaf flottast daginn eftir (og helst eftir eitthvað aksjón!) þá er smokey-förðun best þegar hún hefur verið á augunum í smátíma. Helst með smá rokk og ról-ívafi og alls ekki of fullkomin. Galdurinn er því ekki að sitja puðandi með mörg lög af skuggum og próf í skyggingafræðum. Kremaður augnskuggapenni er galdurinn. Þú einfaldlega teiknar með honum yfir allt augnlokið og á neðri augnháralínu og blandar með fingrunum. Voilá! Stundum er einfaldleikinn hreinlega bestur. Nú eru förðunarvörur og ilmir á Tax Free í Lyfju í Smáralind og þar fæst Ombre Hypnôse Stylo frá Lancôme.



Augnskuggapennarnir koma í mörgum litum og því auðvelt að taka lúkkið frá degi til kvölds og hafa dekkri lit meðferðis í veskinu fyrir dramatískari kvöldförðun á núlleinni.

Nú er Tax Free af förðunarvörum og ilmvötnum í Lyfju, Smáralind til 27. júlí.