Fara í efni

Förðunarfræðingur mælir með snyrtivörum á Tax Free

Fegurð - 15. maí 2023

Förðunarfræðingurinn okkar er með puttann á púlsinum þegar kemur að snyrtivörum sem virka. Ef þig vantar ráðleggingar og vilt nýta þér Risa Tax Free-daga í Hagkaup, mælum við með því að halda áfram að lesa.

Skyndibrúnka

Nú getur þú framkallað einstakan lit og ljóma sem endist allan daginn með nýju skyndibrúnkunni, Instant Glow Face & Body Bronzer, frá St. Tropez. Um er að ræða gelkennda formúlu sem býr til lit á stundinni og þrífst svo af í sturtu, má nota á andlit og líkama.
Instant Glow Face and Body Bronzer frá St. Tropez, Hagkaup, 3.708 kr.
Prófaðu að nota Instant Glow Face & Body sem kremað sólar„púður“ til að skyggja andlitið og framkalla sólkysst útlit.

Háklassa farði

Le Teint er nýr farði frá franska snyrtivöruframleiðandanum Guerlain sem kom með fyrsta sólarpúðrið á markað hér í denn. Um er að ræða miðlungsþekjandi farða með flauelskenndri áferð sem endist vel á húðinni og smitast ekki. Þú getur treyst því að allt sem kemur frá Guerlain er í háklassa og vel þess virði að prófa þennan ef þú ert á höttunum eftir skotheldum farða.
Le Teint er nýr, skotheldur farði frá Guerlain sem er vel þess virði að skoða á Tax Free!

Best á bauga

Sublimage Le Correcteur er kremkenndur, ljómandi og vel þekjandi hyljari sem er dásamlegur undir augun. Mælum með fyrir þá sem eru komnir eru með fínar línur og vilja birta yfir augnsvæðinu. Þú þarft eingöngu ööörlítið af honum og því mun hann endast vel og lengi.
Le Correcteur er nýr hyljari frá Chanel sem hylur vel og birtir yfir augnsvæðinu á fallegan hátt.

Hinn fullkomni hyljari

Við getum ekki mælt nógu mikið með All Over-hyljaranum frá Lancôme. Hin fullkomna formúla að mati förðunarfræðings HÉR ER. Hann hentar jafnt undir augun sem og annarsstaðar á andlitið, er kremaður og sest ekki í fínar línur en hylur fáranlega vel. Nú er líka 35% afsláttur af vörum frá Lancôme þannig að við mælum með því að hlaupa, ekki labba, út í Hagkaup Smáralind til að næla ykkur í þennan.
All Over hyljari frá Lancôme, Hagkaup, 3.676 kr.

Bilaðar brúnir

Brow Lift frá Gosh er augabrúnagel sem við höfum ekki getað verið án síðan við kynntumst því enda heldur það brúnunum vel uppliftum allan daginn og gefur þetta frábæra „laminated“ lúkk. Nú er formúlan komin í tveimur litum en ekki eingöngu litalausu. Við mælum eindregið með því að skoða Gosh-vörumerkið enda allt sem við höfum prófað frá því geggjað. Gosh var að koma með á markað kremaða kinnaliti og bronzera sem minna á svipaðar týpur frá Charlotte Tilbury en þær virðast alltaf vera uppseldar!
Brow Lift Lamination-gel frá Gosh, Hagkaup, 2.015 kr.

Tvöföld hreinsun að japönskum sið

Sensai er þekkt fyrir að mæla með tvöfaldri andlitshreinsun að hætti japana, sem vita hvað þeir syngja þegar kemur að góðri húðrútínu. Íslendingar hafa misst sig yfir nærandi húðfroðunni frá þeim en nú er kominn á markað andlitshreinsir með sömu froðukenndu áferðinni. Um er að ræða þétta froðu sem inniheldur örfínar loftbólur sem eru umvafðar verndandi og rakagefandi efnum. Virkar einstaklega vel til að fjarlægja húðfitu, vatnsleysandleg óhreinindi og dauða húðfrumur. Best er að byrja á farðahreinsi eins og Cleansing Milk frá Sensai til að fjarlægja farða og nota svo þennan sem heitir Micro Mousse Wash en hann djúphreinsar húðina extra vel og skilur hana eftir silkimjúka.
Micro Mousse Wash andlitshreinsir frá Sensai, Hagkaup, 10.482 kr.

Rakabomba

Það er vel hægt að mæla með þessari rakabombu sem gengur hratt inn í húðina og styður við náttúrulega framleiðslu húðarinnar á hýalúrónsýru. Kremið veitir djúpa rakagjöf sem endist í allt að 24 klukkustundir.
Essential Energy, rakakrem frá Shiseido, Hagkaup, 8.466 kr.

Fullkomin lyfting

Við mælum með því að skoða DesignMe-hárvörurnar ef þið eruð á höttunum eftir vörum sem gefa hárinu eitthvað extra. Þær hafa raðað inn alþjóðlegum verðlaunum og eru notaðar af hárgreiðslumeisturum víðs vegar um heim en verðmiðinn er líka sanngjarn.
Puff Me Texture Spray frá DesignMe, Hagkaup, 1.853 kr.
Puff.Me-duftið gefur hárinu einstaka lyftingu, Hagkaup, 3.224 kr.
Instagram: @matildadjerf
Við mælum með hárvörunum frá DesignMe til að framkalla hið fullkomna „blow out“.

Varalitur sem endist að eilífu

Locked Kiss Ink er ný varalitaformúla frá MAC sem er þannig gerð að hún endist að eilífu á vörunum. Kemur í dásamlega fallegum litatónum og er tilvaldir fyrir þau sem vilja varalit sem endist frá morgni til kvölds.
Locked Ink varalitur frá MAC, 6.039 kr.
Mundu að næra varirnar vel áður en þú berð „liquid lipstick“-formúlu á þær. Best er að nota varakornamaska til að losna við dauðar húðfrumur og svo nærandi varasalva á eftir.

Ilmur af sumri

Sumarilmirnir eru mættir til leiks en þessir öskra á sól og sumar að okkar mati.
Rose Naturelle Intense frá Chloé.
Aqua Allegoria Bergamote Calabria frá Guerlain.
Bronze Goddess frá Estée Lauder.

Meira úr fegurð

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!