Ný og fersk útgáfa af hinum klassíska La Vie Est Belle
Þessi nýi kafli af La Vie Est Belle toppar með kitlandi og litríkum ávaxtakeim. Bergamot glitrar undir bræðandi tónum bleika piparsins og sameinast hindberjatón ásamt sprengingu af safaríkum ferskleika. Í hjartanu er ríkulegur blómavöndur, þar sem Damscena-rós og hið sólríka ylang ylang er gert hátt undir höfði. Í botnnótunni eru patchouli, sætir tónar og íris hámörkuð til að auka ávanabindandi og munúðarfull einkenni La vie est belle.
Klassíski varaliturinn nú enn betri
Síðan 1990 hefur L’Absolu Rouge verið uppáhaldsvaralitur margra um heim allan. Nú kemur þessi klassík í nýjum og glæsilegum pakkningum og litatónum sem undirstrikar glæsileika þessa goðsagnakennda varalitar. Hann kemur í tveimur mismunandi áferðum, kremuðum og nærandi og möttum og þekjandi.
Nákvæmur eyeliner með endalausa endingu
Idôle Ultra Precise Waterproof eyelinerinn er einstaklega auðveldur í ásetningu og er vatnsheldur og helst því vel á augunum, hvort sem þú fílar klassíska línu eða eitthvað meira kreatívt.
Einn með öllu maskari
Serum með þrefalda virkni
Lancôme Rénergie H.C.F Triple Serum er fyrsta sinnar tegundar sem sameinar í einum þreföldum skammti virk leiðréttandi efni sem húðlæknar nota: Hýalúrónsýru, vítamín C + Níasínamíð og Ferúlíksýru. Hvert og eitt innihaldsefnið er áhrifamikið eitt og sér og er nú í réttum hámarksstyrk til að hafa leiðréttandi og nærandi áhrif á húðina. Þau eru aðskilin hver í sér hylki og vernduð gegn ljósi, súrefni og óhreinindum. Serumið gefur húðinni fyllingu, vinnur á dökkum blettum og minnkar ásýnd fínna lína.