Góðu fréttirnar eru að þú þarft alls ekki að hlaupa út í búð og kaupa allt nýtt til að prófa þig áfram með þessa aðferð heldur er líklegt að þú eigir flest sem þarf til núþegar. Byrjaðu á því að preppa húðina vel með góðu dagkremi. Hér eru tvö sem við mælum með!
Eftir að dagkremið er borið á ferðu beint inn með skyggingarlitinn. Best er að nota kremstifti eða kremaðan bronzer/skyggingarlit í þetta skref.
Kremaður kinnalitur og krem highlighter eru bornir á næst. Vinsælt er að draga kinnalitinn yfir nefið í dag og bera hann hátt upp á kinnbeinin. Highlighter er notaður efst á kinnbeinin, niður nefið, fyrir ofan efri vör og á viðbeinin, ef þú ert í stuði.
Næsta skref er mikilvægt en þá notarðu léttan farða og blandar allt saman. Við mælum með farða eins og Face and Body frá MAC og stippling-bursta í minni kantinum eins og Filtered Cheek-burstanum frá Real Tecnhiques til að halda aðferðinni léttri-þú vilt ekki blanda harkalega þannig að allt sem er undir renni út í eitt.
Til að setja farðann og hyljarann undir augum og í kringum nef og enni mælum við með lausu púðri.
Förðunarfræðingur J-Lo hefur komið með förðunarlínu í eigin nafni á markað en skyggingarpallettan hans fæst í Elira Smáralind.
Tik Tok-myndband Mary Philips