Fara í efni

Stærsta bjútí trendið í dag-hefurðu prófað?

Fegurð - 8. mars 2023

Tik Tok hefur enn eina ferðina sett Internetið á hliðina með trendi sem hefur sprengt alla skala. Um er að ræða förðunarásetningu sem makeup artistar hafa notað í áraraðir en stjörnur eins og Hailey Bieber og J-Lo eru þekktar fyrir þetta vel skyggða og ljómandi lúkk. Förðunarfræðingur HÉRER skoðar málið og mælir með réttu snyrtivörunum í verkið.

Aðferðin er nefnd underpainting en eins og nafnið gefur til kynna er húðin skyggð og highlightuð fyrst, áður en léttur farði er settur ofan á.

Förðunarfræðingar J-Lo, Scott Barnes (sem sést hér á hægri hönd hennar) og Mary Philips eru þekkt fyrir að nota underpainting-tæknina.

Góðu fréttirnar eru að þú þarft alls ekki að hlaupa út í búð og kaupa allt nýtt til að prófa þig áfram með þessa aðferð heldur er líklegt að þú eigir flest sem þarf til núþegar. Byrjaðu á því að preppa húðina vel með góðu dagkremi. Hér eru tvö sem við mælum með!

Weleda-kremið er gjarnan notað af förðunarfræðingum undir farða. Skin Food Light, Hagkaup, 1.349 kr.
Nú er 36% afsláttur af Clinique í Hagkaup Smáralind. Dramatically Different Moisturizing Lotion er klassískt andlitskrem sem allir elska. Hagkaup, 3.583 kr.

Eftir að dagkremið er borið á ferðu beint inn með skyggingarlitinn. Best er að nota kremstifti eða kremaðan bronzer/skyggingarlit í þetta skref. 

Wonder Stick frá NYX eru tilvaldir til að skyggja með og nota í underpainting-aðferðina. Hagkaup, 3.095 kr.
Förðunarfræðingur stjarnanna, Mary Philips, er með flott Tik Tok-vídjó þar sem hún sýnir underpainting-aðferðina skref fyrir skref.

Næsta skref er að bera hyljara undir augun og í kringum nefið eða á þá staði sem þú vilt draga fram. Hér eru uppáhaldshyljararnir okkar.

Bare With Me Concealer frá NYX, Hagkaup, 2.995 kr.
All Over Concealer frá Lancôme, Hagkaup, 5.699 kr.

Kremaður kinnalitur og krem highlighter eru bornir á næst. Vinsælt er að draga kinnalitinn yfir nefið í dag og bera hann hátt upp á kinnbeinin. Highlighter er notaður efst á kinnbeinin, niður nefið, fyrir ofan efri vör og á viðbeinin, ef þú ert í stuði.

Cream Colour Base frá MAC er geggjaður, náttúrulegur og kremaður highlighter. MAC Smáralind, 6.190 kr.
Wonder Stick-kinnalitastifti frá NYX, 3.095 kr.

Næsta skref er mikilvægt en þá notarðu léttan farða og blandar allt saman. Við mælum með farða eins og Face and Body frá MAC og stippling-bursta í minni kantinum eins og Filtered Cheek-burstanum frá Real Tecnhiques til að halda aðferðinni léttri-þú vilt ekki blanda harkalega þannig að allt sem er undir renni út í eitt.

Face and Body-farði, MAC Smáralind, 8.690 kr.
Filtered Cheek-bursti frá Real Tecnhiques, Hagkaup, 1.399 kr.

Til að setja farðann og hyljarann undir augum og í kringum nef og enni mælum við með lausu púðri. 

Besta lausa púðrið í bransanum! Loose Powder frá Sensai, Hagkaup, 6.999 kr.
Best er að nota kremaða áferð af highlighter, skyggingar- og kinnalit. RMS Beauty-pallettan kemur þér langt. Fæst í Elira Smáralind og kostar 10.390 kr.
Hailey Bieber er þekkt fyrir náttúrulega ljómandi og skyggða húð en förðunarfræðingur hennar hefur kennt henni réttu underpainting-trixin!

Förðunarfræðingarnir Scott Barnes og Mary Philips hafa unnið náið með J-Lo sem er einna þekktust fyrir hið ómótstæðilega J-Lo glow.

Instagram: @maryphillips
Förðun eftir Mary Philips.
Instagram: @scottbarnescosmetics
Förðun eftir Scott Barnes.
Förðunarfræðingur J-Lo hefur komið með förðunarlínu í eigin nafni á markað en skyggingarpallettan hans fæst í Elira Smáralind.
Scott Barnes-skyggingarpalletta, Elira, 13.990 kr.
Goðsagnakenndi förðunarfræðingurinn heitinn Kevyn Aucoin notaði underpainting en hann fékk innblástur frá förðunaraðferðum dragdrottninga og gerði vinsæla á tíunda áratug síðustu aldar. Ófáir förðunaraðdáendur sem ólust upp á þeim tíma muna eflaust eftir kennslubókunum Face Forward og Making Faces sem eru algert meistaraverk.
Kevyn Aucoin notaði underpainting en hann fékk innblástur frá förðunaraðferðum dragdrottninga og gerði vinsæla á tíunda áratug síðustu aldar.
Úr förðunarbók Kevyn Aucoin.

Förðunarbækurnar Face Forward og Making Faces eru goðsagnakenndar kennslu- og listabækur förðunarmeistarans Kevyn Acoin sem kenndi ótal ungu fólki á tíunda síðustu aldar öll helstu förðunartrixin.

Face Forward eftir Kevyn Aucoin.
Making Faces eftir Kevyn Aucoin.

Tik Tok-myndband Mary Philips

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum