Fara í efni

Stærstu bjútítrendin vorið 2022

Fegurð - 23. mars 2022

Förðunartískan ber þess merki að heimsbyggðin hafi fengið nóg af því að hylja hálft andlitið því hún hefur sjaldan verið jafn kreatív og lífleg, þar sem allt er bókstaflega leyfilegt og tekið fagnandi. Aldamótatískan með tilheyrandi glimmeri og gleði er áberandi og skrautsteinar og litríkur eyeliner kemur sterkur inn í boði Euphoria-þáttanna sem slegið hafa í gegn.

Aldamótaæði

Þau okkar sem komin eru um og yfir fertugt muna vel eftir glimmer-æðinu sem ríkti í kringum aldamótin og satt best að segja kemur það okkur ööörlítið á óvart hversu hratt þetta lúkk varð trendí aftur. En það er akkúrat nafnið á leiknum. Unglingarnir okkar sem stæla bjútítrendin úr Euphoria-þáttunum með því að skreyta sig með andlitssteinum vita líklega ekki að Gwen Stefani var brautryðjandi í slíku lúkki í stíl við bleikt og blátt hár og örþunnar augabrúnir í kringum aldamótin.
Fyrirsæturnar hjá tískuhúsinu Blumarine voru þaktar glimmeri á líkamanum, andlitinu og jafnvel hárinu enda var aldamótatískan tekið alla leið á þeim bænum.
Tískuhúsið Etro nútímavæddi stílinn þar sem farðanum var haldið í lágmarki í stíl við andlitssteinana sem nutu sín í kringum augun á fyrirsætunum.
Rétt upp hönd sem man eftir Gwen Stefani í kringum aldamótin!LEGEN-DARY!
Hagkaup, Smáralind.
Heavy Metal glimmerin frá Urban Decay eru æði!
Gömlu, góðu glossin eru enn á ný sjóðheit.
Baksviðs hjá Lanvin.
Hjá Blumarine.
Við mælum með Lifter Gloss frá Maybelline. Lyfja, 1.952 kr.

Euphoria-tryllingur

Vinsældir Euphoria þáttanna á heimsvísu ollu því að fólk fór að vera kreatívara í förðun og litríkir eyelinerar í allskyns formum fóru á sjást æ oftar, líka á tískupöllunum.
Grænn liner hjá tískuhúsinu MSGM.
Baksviðs hjá Mabille.
Tvöfaldur eyeliner hjá Dior.
Hvítur eyeliner er líka eitt af trendum vorsins. Btw: Þessi hyljari sem sést á myndinni er í uppáhaldi hjá okkur.
Ýktur kattarliner hjá Koche.
Versace lék sér með allskyns liti á augnlokum fyrirsætnanna sinna.
Hagkaup, Smáralind.
Epik Ink Liner frá NYX ber nafn með rentu!

Sápubrúnir

Ýktar augabrúnir eru í uppáhaldi hjá okkur, alveg síðan Brooke Shields heillaði okkur á níunda áratug síðustu aldar. (OMG!) En sápubrúnir eru ekki nýjar af nálinni, Sophia Loren var þekkt fyrir að framkalla ýfðar augabrúnir varfærnislega með sápubrúna-aðferðinni. Síðasta árið hafa margar förðunarvörur komið á markað sem framkallar sama útlit án þess að sápa og vatn komi við sögu. Sjáið upppáhaldsuppgötvunina okkar hér að neðan, sem býr til lyft augabrúnalúkk á núlleinni.
Svokallaðar sápubrúnir eru ekki nýjar af nálinni en Sophia Loren var þekkt fyrir að nota sápu og vatn til að framkalla ýktar augabrúnir á sjöunda áratugnum. 
Vandlega "sápaðar" og teiknaðar brúnir Sophiu eru goðsagnakenndar eins og hún sjálf.
Trylltar brúnir baksviðs hjá Zuhair Murad.
Brow Lift er ein uppáhaldssnyrtivöruuppgötvun okkar, ever! Þegar mæðgur á tvítugs-og fertugsaldri rífast um að nota það er mikið sagt. Mælum heilshugar með. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Kinnaliturinn snýr aftur

Vinsældir kinnalitarins hafa sjaldan verið meiri. Nú er málið að nota litsterka, kremaða eða blauta kinnaliti ofarlega á kinnbeinin og yfir nefið. Tilgangurinn er að líta út fyrir að vera nýkomin inn eftir útihlaup eða góðan jógatíma. (Eða jafnvel eitthvað svakalega sexí!)
Baksviðs hjá Brandon Maxwell.
Hjá Isabel Marant voru fyrirsæturnar sjúklega frísklegar og sætar.
Ýkt kinnalitalúkk hjá Blumarine.
Rómantískur blush á hinni guðdómlegu Grace Elizabeth.
Baksviðs hjá Blumarine.
Elira, 7.990 kr.
Kremaði kinnaliturinn frá RMS er fullkominn í þetta lúkk. Fæst hjá Elira í Smáralind!
Nú er heitt að nota kinnalitinn hátt upp á kinnbeinin í anda tísku áttunda áratugarins.
Fendi vorið 2022.

Innri krókurinn í sviðsljósinu

Við sáum mikla áherslu lagða á innri krók augnanna á tískusýningarpöllunum fyrir vorið. Skemmtilega klæðilegt trend sem hægt er að leika sér endalaust með.
Gyllt og sexí hjá Lanvin.
Baksviðs hjá Lanvin.
Blái liturinn kemur sterkur inn í vor og sumar.
Fallegu augun hennar Gigi Hadid njóta sín vel með fjólutónum í innri augnkrók.
Hagkaup, Smáralind.
Við mælum með POP PowderGel-augnskuggunum frá Shiseido.

Ég sé rautt!

Rauður varalitur verður seint talinn sem byltingarkennt förðunartrend en skærrauður eða appelsínurauður litur á vörum er bara eitthvað sem poppar upp á hverju vori, paraður við mínimalíska en ljómandi húð. Fullkomið lúkk við hvíta kjóla, til dæmis.
Giambattista Valli var einstaklega mínimalískt og chic.
Trés chic hjá Michael Kors.
Appelsínurauðar varir eru svo sumarlegar!
Obsessive Red frá Lancôme er uppáhalds appelsínurauði varaliturinn okkar. Fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.

Næntís súpermódelvarir

Við virðumst seint ætla að fá nóg af næntís varatrendinu þar sem dekkri varablýantur er notaður til að ramma inn og ljósara gloss í miðjuna. Við höfum slysast til að kalla þetta trend Astró-varir. (Fyrir ykkur sem yngri eruð þá var sá skemmtistaður heitur þarna á tíunda áratug síðustu aldar og stelpurnar sem stunduðu hann duglegar að sporta þessu lúkki!) Posh Spice og Cindy Crawford eru endalaus uppspretta innblásturs þegar kemur að þessu lúkki en Instagram er líka stútfullt af því.
Mynd:@aimeetwistartistry.
Victoria Beckham "Posh Spice" rokkaði þessu trendi.
Cindy, ó Cindy!
Pamela Anderson er þekkt fyrir þetta varatrend.

Náttúruleg húð

Þykkir og vel þekjandi farðar eru á útleið og sérstaklega þegar sólin hækkar á lofti. Við höfum séð náttúrulega húð vaxa mikið í vinsældum, þar sem fólk er óhrætt við að leyfa fullkomnum "ófullkomleika" húðarinnar að skína í gegn. Frískleg útgáfa af sjálfum þér eru skilaboðin. Við erum til!
Náttúrulega ljómandi húð hjá Etro.
Freknurnar fá að njóta sín hér hjá Etro.
Grace fyrir Givenchy.
Litað dagkrem og kremaður kinnalitur hjá Isabel Marant.
Baksviðs hjá Victoria Tomas.
Sjáið fallega ljómann á kinnbeinum fyrirsætu Valentino.
MAC, Smáralind.
Cream Colour Base frá MAC er dásamlegur, kremaður highlighter sem gefur húðinni náttúrulegan ljóma.
Lyfja, 7.152 kr.
Litaða dagkremið Halo frá Smashbox er geggjað litað dagkrem!

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum