Fara í efni

Svona verður hárið á svölu stelpunum 2023

Fegurð - 5. janúar 2023

Hér er það eina sem þú þarft að taka með þér í næsta tíma á hárgreiðslustofunni.

Hybrid

Samkvæmt hárspesjalistunum vestanhafs er betra að velja tvær klippingar en eina-í einu þessa dagana! Til dæmis pixie-klipping að ofan, sítt að aftan. Drengjakollur og mullet, þið skiljið hvert við erum að fara. Við verðum að viðurkenna að þetta lúkk er ferskt!
Instagram, @neutral.fleur
Instagram, @lacyredway
Instagram, @florenecepugh
Instagram, @ivangomez
Styttur eru að koma sterkar inn í hártískunni enn á ný og sjást í hverri klippingunni á fætur annarri.
Mótunarleir frá Kiehl´s, Hagkaup, 3.499 kr.

Franska bob-klippingin

Við ættum kannski ekki að gera upp á milli en ef við þyrftum, þá myndum við velja þessa klippingu. Það er eitthvað svo ómótstæðilega chic við tjásulegt bob, sérstaklega þegar þvertoppur kemur við sögu. Sjón er sögu ríkari.
Fullkomið „Paris-chic“-lúkk á götum New York-borgar.
Trés chic í Mílanó á tískuviku.
Á tískusýningarpallinum hjá Veronica Beard.
Parísartískan.
Prada-lúkk í Mílanó.
Bob-klippingin nýtur sín vel í liðuðu hári. Baksviðs hjá tískuhúsinu Zimmermann.
Baksviðs hjá Lanvin.
Vortískan hjá Altuzarra.
Gló hárolía frá Sóley, Lyfja, 4.198 kr.
Hárserum, The Body Shop, 2.290 kr.

Instagram innblástur

Algert girlcrush á Taylor LaShae! Instagram, @taylorlashae
Instagram, @taylorlashae
Ýkt tískuútgáfa á Bellu Hadid.

Sexí styttur

Eins og fyrr segir eru stytturnar með mikið kombakk og hver er betri innblástur en orginallinn Helena Christensen?
Orginal tískufyrirmyndin sjálf, Helena Christensen. Instagram, @hungvanngo
Selena Gomez rokkar tjásulega rokkaraklippingu einstaklega vel. Instagram, @taylorlashae
Instagram, @cobellasalon
Instagram, @cobellasalon
Þurrsjampó frá Bead Head, Hagkaup, 2.899 kr.
Mótunarvara fyrir krullur og liði frá Aveda, Hagkaup, 5.699 kr.
Mótunarefni frá Bed Head, Hagkaup, 2.899 kr.
Lyftingarfroða frá Insight, Lyfja, 2.919 kr.

Fjólurautt og bleikt

Þeir sem vilja leyfa hugmyndafluginu að leika lausum hala og prófa nýjan lit á nýja árinu kemur fjólurauður og bleikur sterkur inn samkvæmt hárspekingunum.
Rauði liturinn hefur verið vinsæll síðustu misseri en sá fjólurauði er svolítið ferskur! Instagram, @mariabernad
Instagram, @mariabernad
Bleikur hárlitur og aðrir pasteltónar munu njóta sín vel á vor- og sumarmánuðum 2023.

Lúxus ljósir lokkar

Náttúrulegir tónar verða vinsælir hjá blondínum á árinu en það þarf ekki að leita lengra að innblæstri heldur en á Instagram-síðu drottningarinnar Rosie Huntington-Whiteley.
Instagram, @rosiehw
Instagram, @rosiehw
Rótarlitasprey, Hagkaup, 2.299 kr.
Fjólublá næring fyrir ljóshærða frá John Frieda, Lyfja, 2.839 kr.
Instagram, @cobellasalon
Þykk strípa upp við andlitið í anda kryddpíunnar Geri Halliwell er enn að trenda.
Hárkrem frá John Frieda, Hagkaup, 2.799 kr.

Kynþokkafullur karamellulitur

Hailey Bieber er ein heitasta tískufyrirmynd dagsins og þegar hún litaði ljóst hárið í karamellubrúnum tón ætlaði allt um koll að keyra á hárgreiðslustofum heimsins. Það er ekki erfitt að skilja af hverju. Aðalliturinn er brúnn en gylltar strípur búa til fallega og hlýja hreyfingu.
Hailey Bieber er með fallegt hár, það verður bara að segjast eins og er. @haileybieber
@kaiagerber
@hannalhoumeau
@thatsaleaf
Camille Charrière fyrir Mango.

70´s blástur

Hárblástur í anda áttunda áratugarins er ekki að fara neitt í bráð en sala á hárblásurum á borð við Dyson Airwrap hafa trilljónfaldast síðustu misserin. Hin sænska Matilde Djerf er fullkominn innblástur þegar kemur að fyrrnefndum stíl.
@millashairdiary
@matildadjerf
Superfood Shine-sjampó, Elira, 3.990 kr.
Superfood Shine-hárnæring, Elira, 4.590 kr.

Drengjakollur í anda Lindu Evangelistu

Allir þeir sem ólust upp með Lindu Evangelistu sem tískufyrirmynd fá í hnén að sjá gamlar myndir af henni með drengjakollinn. Við getum reynt að herma, en allt á eigin ábyrgð!
Baksviðs hjá Cavalli vorið 2023.
Hausttíska Chanel.
Fyrirsætan Grace Elizabeth með klippingu og lit í anda Lindu á tíunda áratugnum.

Lindu-effektinn

Hin ómótstæðilega Linda Evangelista rokkaði drengjakollinn á tíunda áratugnum.

Meira úr fegurð

Fegurð

Sjóðheitir sumarilmir

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu