Hér er það eina sem þú þarft að taka með þér í næsta tíma á hárgreiðslustofunni.
Hybrid
Samkvæmt hárspesjalistunum vestanhafs er betra að velja tvær klippingar en eina-í einu þessa dagana! Til dæmis pixie-klipping að ofan, sítt að aftan. Drengjakollur og mullet, þið skiljið hvert við erum að fara. Við verðum að viðurkenna að þetta lúkk er ferskt!
Við ættum kannski ekki að gera upp á milli en ef við þyrftum, þá myndum við velja þessa klippingu. Það er eitthvað svo ómótstæðilega chic við tjásulegt bob, sérstaklega þegar þvertoppur kemur við sögu. Sjón er sögu ríkari.
Þeir sem vilja leyfa hugmyndafluginu að leika lausum hala og prófa nýjan lit á nýja árinu kemur fjólurauður og bleikur sterkur inn samkvæmt hárspekingunum.
Rauði liturinn hefur verið vinsæll síðustu misseri en sá fjólurauði er svolítið ferskur! Instagram, @mariabernad
Bleikur hárlitur og aðrir pasteltónar munu njóta sín vel á vor- og sumarmánuðum 2023.
Lúxus ljósir lokkar
Náttúrulegir tónar verða vinsælir hjá blondínum á árinu en það þarf ekki að leita lengra að innblæstri heldur en á Instagram-síðu drottningarinnar Rosie Huntington-Whiteley.
Hailey Bieber er ein heitasta tískufyrirmynd dagsins og þegar hún litaði ljóst hárið í karamellubrúnum tón ætlaði allt um koll að keyra á hárgreiðslustofum heimsins. Það er ekki erfitt að skilja af hverju. Aðalliturinn er brúnn en gylltar strípur búa til fallega og hlýja hreyfingu.
Hailey Bieber er með fallegt hár, það verður bara að segjast eins og er. @haileybieber
@kaiagerber
@hannalhoumeau
@thatsaleaf
Camille Charrière fyrir Mango.
70´s blástur
Hárblástur í anda áttunda áratugarins er ekki að fara neitt í bráð en sala á hárblásurum á borð við Dyson Airwrap hafa trilljónfaldast síðustu misserin. Hin sænska Matilde Djerf er fullkominn innblástur þegar kemur að fyrrnefndum stíl.
Allir þeir sem ólust upp með Lindu Evangelistu sem tískufyrirmynd fá í hnén að sjá gamlar myndir af henni með drengjakollinn. Við getum reynt að herma, en allt á eigin ábyrgð!