Fara í efni

Það besta frá DIOR

Fegurð - 21. ágúst 2020

Ófáir snyrtivöruaðdáendur tóku gleði sína á ný þegar Dior kom aftur í sölu hér á landi. Sérlega girnileg sending með tólf nýjum augnkuggapallettum og freistandi gullmolum var að koma í Hagkaup í Smáralind sem býður 15% afslátt af Dior til 26. ágúst. Hér er það sem förðunarfræðingur okkar mælir heilshugar með frá snyrtivörurisanum.

Forever Skin Glow er farði sem gefur miðlungsþekju og gullfallegan ljóma og endist vel á húðinni yfir daginn. Hann fær meðmæli frá okkur!

Augnskuggaformúlan frá Dior er talin vera með þeim allra bestu í bransanum. Silkimjúkur skugginn rennur fallega yfir augnlokin án þess að setjast í línur. Fimm skugga-palletturnar eru líka samansettar svo auðvelt er að skapa lúkk sem meikar sens. Tólf nýjar pallettur voru að koma í hús í Hagkaup í Smáralind.

Kinnalitirnir frá Dior hafa getið sér gott orð og í okkar bókum er formúlan ein sú allra endingarbesta sem til er. Það eru fáir kinnalitir sem við höfum komist í tæri við sem endast á húðinni allan liðlangan daginn. Uppáhaldsliturinn okkar heitir Rose Baiser.

Ef þú ert að leita að varablýanti sem auðvelt er að nota til að stækka varirnar í lit sem gengur við hvað sem er þá er varablýanturinn frá Dior í litnum Grege þinn besti vinur.
Leikkonan gullfallega Natalie Portman er andlit Dior.
Forever Skin Correct er fullþekjandi hyljari að okkar skapi.

Diorshow Iconic Overcurl er í uppáhaldi hjá mörgum en hann er nú kominn í Hagkaup, Smáralind í endurbættri útgáfu og í þremur litum.

Augabrúnagelið Pump´N´Brow gefur brúnunum þykkara útlit og lit á sama tíma.

Sjáumst í snyrtivörudeild Hagkaups í Smáralind! Við verðum við Dior-rekkann…

Meira úr fegurð

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain

Fegurð

Nýjar og spennandi lúxus brúnkuvörur

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free