
Ef þú hefur einhvern tíma velt því fyrir þér hvernig stjörnurnar ná fram þessum ólýsanlega fallega ljóma sem við sækjumst öll eftir er líklegt að Strobe-ljómakremið sé að verkum.


Svokölluð Paint Pot frá MAC eru í uppáhaldi margra förðunarfræðinga. Fullkominn grunnur undir augnskugga sem fær púðurskugga sem settir eru ofan á til að endast fram á rauða nótt. Uppáhaldsliturinn okkar heitir Groundwork en hann er hinn fullkomni náttúrulegi skuggalitur til að nota dagsdaglega eða fyrir fyrirhafnalaust smokey.



Ein af nýrri vörunum á þessum lista er augabrúnatússpenninn Shape & Shade. Með léttum strokum framkallar hann „hár“ sem falla náttúrulega inn í augabrúnirnar og móta þær. Dagurinn okkar er ekki eins án hans.




Extended Play Gigablack Lash-maskarinn er ein af þessum klassísku förðunarvörum sem stendur alltaf fyrir sínu. Margir förðunarfræðingar nota hann sérstaklega á neðri augnhárin þar sem hann er þekktur fyrir að smitast ekki.



Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með förðunarvörurnar á þessum lista, við lofum!