Fara í efni

Þessar húðvörur eru með þeim allra mest seldu í evrópskum apótekum

Fegurð - 4. mars 2021

Franskar konur hafa lengi verið fyrirmyndir um víða veröld þegar húðumhirða er annars vegar og framfarir í húðvörum, formúlum þeirra og tækninni þar á bakvið má oftar en ekki rekja til Frakklands. Skoðum aðeins nokkrar snyrtivörur sem eru með þeim allra mest seldu í evrópskum apótekum.

Inni í miðju Frakklandi leynist borgin VICHY sem er þekkt fyrir vatnið sem rennur þar í gegnum eldfjallasvæði. Þar safnar það styrk frá hrauninu sem inniheldur steinefni sem einkennir innihald vatnsins. Frá 1931 hefur snyrtivörumerkið VICHY boðið konum um allan heim upp á vörur sem búa yfir kraftinum frá vatninu og innihalda mörg af leyndarmálum franskra húðumhirðusérfræðinga.

Hér má sjá vörurnar á heimasíðu Lyfju.

Við mælum með

Mineral 89 er söluhæsta varan frá VICHY á heimsvísu. Rakamikil serum-bomba sem gefur húðinni daglegan skammt af orku. Skemmtilegasta staðreyndin um þessa vöru er að hún hentar öllum húðgerðum og öllum aldri. 89% af formúlunni inniheldur steinefnaríka vatnið frá VICHY.

Hér er hægt að kaupa Mineral 89.

Rauða Liftactiv-línan frá VICHY inniheldur mest seldu virku krem í apótekum Evrópu. Formúlurnar eru ríkar af innihaldsefnum sem húðlæknar um allan heim mæla með til að draga úr einkennum öldrunar eins og peptíð og Hyaluronic Acid eða hýalúrónsýru. En peptíð örva kollagen framleiðslu húðarinnar sem er undirstaða hennar og hýalúrónsýra veitir einstakan raka.

Hér er hægt að kaupa Liftactiv Collagen Specialist.

Fyrir konur á breytingaskeiði

Neovadiol Compensating Complex eru mest seldu húðvörur fyrir konur á breytingaskeiði í evrópskum apótekum.

Á breytingaskeiði tekur húðin okkar miklum breytingum og við missum gríðarlegt magn af raka og fitusýrum úr húðinni. Compensating Complex-vörurnar aðstoða húðina í gegnum þessar breytingar og gefa henni næringu og raka til að halda sér í betra jafnvægi.

Hér er hægt að kaupa Neovadiol Compensating Complex.

Húðvörn, áður þekkt sem sólarvörn

Er ekki kominn tími til þess að hlusta á það sem húðlæknar hafa sagt við okkur árum saman, að nota vörn fyrir húðina á hverjum degi?

Skaðsemi UV-geisla sólarinnar er alltaf til staðar, ekki bara á sumrin. UVA- geislar, sem eru ósýnilegir geislar sólarinnar, komast djúpt inn í húðina og skaða meðal annars kollagen framleiðslu hennar og flýtir þar með fyrir einkennum öldrunar í húðinni. Mikilvægt er að vernda húðina með því að fjárfesta í góðri sólarvörn því það er undirstaða góðrar húðrútínu.

Húðvörn við allra hæfi frá VICHY.

Svitalyktareyðar

Svitalyktareyðir er sú snyrtivara sem við notum flestar en eins og við vitum þar að vanda valið. Svitalyktareyðarnir frá VICHY eru meðal söluhæstu snyrtivaranna frá þeim.

Hér má sjá mest selda svitalyktareyði VICHY á Íslandi.

Hér er hægt að kaupa svitalyktareyðinn.

Nú er kjörið tækifæri til að kynnast vörunum frá VICHY og koma húðrútínunni upp á næsta stig!

Meira úr fegurð

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain

Fegurð

Nýjar og spennandi lúxus brúnkuvörur

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free