Fara í efni

Topp 5 fyrir djúsí varir

Fegurð - 7. október 2022

Förðunarfræðingurinn okkar hefur leitað lengi að réttu snyrtivörunum til að framkalla djúsí varir í anda fyrirsætna tíunda áratugarins. Leitinni er lokið, hér er skotheldur topp 5 listi!

Topp 5 varablýantarnir

Til að skapa rétta lúkkið fyrir næntís súpermódel varir er varablýantur nauðsynlegur. Kannski óþarfi að vera með fimm í veskinu eins og förðunarfræðingur HÉRER er þekkt fyrir en ykkar er valið!
Le lip liner frá Lancôme er vaxkenndur varablýantur sem helst svakalega lengi á vörunum. En liturinn bronzelle er sá sem fær hjartað okkar til að slá hraðar!
Lyfja, 4.025 kr.
Stunning Nude varablýanturinn frá Sensai er í stöðugri notkun hjá undirritaðri. Fullkominn nude litur í silkikenndri formúlu sem rammar varirnar fallega inn.
Varablýantur frá Sensai í litnum Stunning Nude, Hagkaup.
Nougat Crisp frá NYX er einn af þessum endingagóðu varablýöntum sem er með ferskjubrúnum undirtón.
Nougat Crisp frá Gosh, 1.399 kr.
Spice frá MAC er goðsagnakenndur varablýantur sem hefur hugsanlega verið notaður á fyrirsæturnar í denn. Klassík sem eldist vel!
Spice varablýantur frá MAC, 4.990 kr.
Varabláynturinn frá NYX í litnum Coffee er klassískur, frekar þurr varablýantur í fallegum, náttúrulegum skuggalit sem gerir það auðvelt að fara örlítið yfir varalínuna.
Coffee varablýantur frá NYX, Hagkaup, 995 kr.
Til að gera varirnar extra djúsí mælum við með nærandi glossi yfir varablýantinn.
Instant Lip Perfector-gloss frá Clarins í lit 06, Hagkaup, 3.499 kr.
Til að framkalla „Your lips but better“-útlit mælum við með Black Honey frá Clinique.
Varasalvaliturinn Black Honey frá Clinique er goðsagnakenndur í snyrtivörubransanum. Hann gefur vörunum náttúrulegan lit sem er mismunandi eftir því hver á í hlut. 
Black Honey frá Clinique, Hagkaup, 4.899 kr.
Þá er bara að ugla sat á kvisti og prófa sig áfram!

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með bestu snyrtivörunum á Tax Free afslætti

Fegurð

Klæðilega meiköpp trendið sem tröllríður TikTok

Fegurð

Hvað tekur förðunarfræðingur með sér í sumarfrí? Allt á Tax Free!

Fegurð

Sumarlína Chanel er hönnuð fyrir nútímafólk á ferðinni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Bjútí tips frá Sofiu Richie sem allir eru að missa sig yfir

Fegurð

Topp tips frá hárgreiðslu­meistara

Fegurð

Vorlína Chanel er byggð á íkoníska rauða litnum