Elvar Logi Rafnsson, hárgreiðslumeistari og eigandi Kompanísins er gamall í hettunni og hefur séð ýmis trend koma og fara og koma aftur í gegnum tíðina. Hann er þekktur fyrir meistaratakta í bransanum og því lá það beinast við að spyrja hann spjörunum úr um allt sem tengist hári.
En hvaða trend eru áberandi í hári á næstunni?
„Það er eitt að vera trendí en annað að vera með fallegan lit og heilbrigt hár, sem er alltaf „in“. Það sem er trendí núna eru klippingar sem eru kallaðar Boyfriend Bob (kæruleysisleg bob-klipping), The Jellyfish (þar sem toppurinn er klipptur upp við andlitið til að ramma það inn) og The Cub og Wolf Cut sem eru tjásulegar klippingar með sítt að aftan ívafi. Ég elska þær. Fyrir þær sem vilja ekki fara alla leið í svona trendí klippingum er svokölluð Butterfly-klipping með 90´s ívafi svakalega vinsæl núna, svona til heiðurs Jennifer Aniston og fleiri flottum næntís-stjörnum. Ljósir tónar koma svo alltaf með hækkandi sól en þá er alltaf smá skuggi í rótinni til að halda lúkkinu náttúrulegu en mitt allra uppáhalds er koparlitur, þeir tónar eru mjög vinsælir núna.“
Heitt í hári
Svokölluð Bob-klipping með tjásum er vinsæl um þessar mundir.
Svokölluð Jellyfish-klipping er að trenda en þá er toppurinn klipptur svolítið ýktur í kringum andlitið til að ramma það inn. Hér má sjá fyrirsætuna Joan Smalls.
Fallegar styttur á Jenna Ortega.
Styttur í hárinu með tjásulegum þvertoppi.
Næntís styttur eru að trenda.
Fyrir nokkrum árum vonaði ég að mulletið myndi aldrei koma aftur enda skartaði ég einu glæsilegu fyrir sirka 20 árum. En vá, hvað tímarnir breytast og við erum að rokka mulletið aftur og það hefur náð nýjum hæðum!
Helstu hármistökin
- Of tíður hárþvottur. Þvottur á hverjum degi getur svipt hárið af náttúrulegum olíum, sem eykur hættuna á hárskemmdum og öðrum vandamálum. Það gerir hárið þurrt og veldur því að liturinn dofnar fyrr en ella.
- Ekki nógu tíður hárþvottur. Ef þú sleppir því að þvo hárið of lengi þá getur það leitt til upphleðslu af efnum í hársverðinum en það er heilbrigt að leyfa náttúrulegum olíum líkamans að smyrja hárið og hársvörðinn. Einnig er ekki gott að stífa svitaholurnar með afgöngum af allskyns hárvörum.
- Að nota ekki hitavörn. Hún er algert möst.
- Að nota ekki vörur sem henta þínu hári.
Fáðu þinn hársnilling til að gefa þér ráð um hvaða vörur þú átt að nota og hvernig. Við hárgreiðslufólk elskum að veita ykkur góð ráð og sérstaklega þegar þið fylgið þeim! Við tökum alltaf eftir því næst þegar þið komið í stólinn!
Elvar Logi fór nýverið að flytja inn hárvörur frá merkinu DESIGN.ME en það eru vegan, paraben, glúten, súlfat-fríar vörur sem eru líka cruelty free. Þær hafa slegið í gegn síðan þær komu á markað og sópað til sín verðlaunum á borð við Stylist Choice Awards, Clin dóel Experts Awards, Readers Choice Awards, Bazaar Editors Choice, Nordic Hair Star Awards, The Beauty Awards, Star People Product Awards, Salon Reader´s Awards, Elle Grand Prix Awards, Allure Best of Beauty awards 2022. Nú eru þessar vörur fáanlegar í Hagkaup og Elvar Logi því spenntur fyrir því að kynna þær fyrir öllum þeim sem elska að dúlla við hárið sitt.
En hvaða vörum mælir Elvar með fyrir þessa miklu næntís-fyllingu og fullkomið „blow out“ sem svo margar okkar sækjast eftir?
Ef þú ert að leita að lyftingu og miklum þéttleika í hárið þá er Puff.Me línan sú rétta fyrir þig. Puff.Me-sjampóið og næringin í sturtuna. Setur svo Puff.Me Volume-froðuna í allt hárið, hún er svo geggjuð því hún gerir hárið ekki hart eða klístrað en gefur svo mikið volumu og er með hitavörn upp í 235 gráður. Eftir blástur setur þú Dry Texture Spray-ið sem er með uppbyggjanlegu haldi (því meira sem þú notar, því meira hald) í rót og enda til að fá aukið hald og mótun. Ef þú vilt algjörlega negla lyftinguna og láta hana haldast í 24 tíma þá setur þú smá af Puff.Me-duftinu í rótina sem er með pumpu til að auðvelda notkun. Nuddar því aðeins í hárið. Ég mæli alltaf með því að setja smá hárlakk í lokinn. Hold.Me-hárlakkið er algjör snilld því það er með þrjá mismunandi hald-möguleika í einum brúsa. Létt, miðlungs og stíft hald. Þú snýrð bara stútnum fyrir það hald sem þú vilt fá. Voilá! Og þú ert komin með alvöru 90´s-volume sem endist helgina.
Elvar mælir með fyrir fullkomið 90´s Blow Out
Hvað er í tísku í hári hjá körlunum?
„Strákarnir eru ótrúlega flottir þessa dagana og er heldur betur að þora meira og vera meira edgy með sinn eigin stíl. Svokallað Messy Mullet er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei koma aftur. En vá, litla sprengjan sem þetta lúkk er þessa mánuðina. Buzz-köttið er svaðalega flott og gríðarlega fjölbreitt vegna þess að það er næstum því enginn eins vegna mismunandi hártegunda. Svo er líka gaman að því að strákarnir eru byrjaðir að þora að fá sér strípur, mjúka liti og aflita í anda næntís en vinsamlega hættið að gera það heima. Það endar alltaf pissugult!“