Kim Kardashian
Það kemur kannski engum á óvart að uppáhaldskremið hennar Kim K. er líka það dýrasta á þessum lista en hún hefur líst því sem uppáhaldskreminu sínu í heiminum á Instastories. Miðað við verðmiðann myndum við vilja að kremið setti líka í vél og ryksugaði, en það er kannski bara við. Kremið kemur úr smiðju Guerlain og heitir Orchidée Impériale og fæst í Hagkaup, Smáralind.
Kim K. veit hvað hún syngur. Orchidée Impériale frá Guerlain.
Jennifer Lopez
J-Lo kom nýverið á markað með eigin snyrtivörulínu en ummæli hennar um að olífuolía haldi henni unglegri hafa vakið heimsathygli. Hún hefur hinsvegar einnig látið hafa eftir sér að Rose Day Cream frá Dr. Hauschka sé í uppáhaldi og ljái henni þennan einstaka ljóma sem við sækjumst öll eftir. Góðu fréttirnar eru að kremið er á viðráðanlegu verði (4.789 kr. í Lyfju, Smáralind!) og fæst hér á landi.
J-Lo Glow!
Jennifer Lopez. Rose Day Cream frá Dr. Hauschka.
Priyanka Chopra
Priyanka Chopra Jonas elskar kremin sín og á dágott safn af allskyns undrasmyrslum á breiðu verðbili. Hún á samt sem áður eitt uppáhald sem hún notar meira en öll önnur en það heitir Instant Smooth Perfecting Touch og kemur frá Clarins. Snyrtivörurnar frá Clarins fást í Hagkaup.
Priyanka Chopra. Instant Smooth Perfecting Touch frá Clarins.
Cara Delevingne
Capture Youth er í uppáhaldi hjá fyrirsætunni og leikkonunni Cara Delevingne en hún segist blanda því við eitt af serumunum frá Dior, allt eftir því hvers húð hennar þarfnast þann daginn. Hún segir að kremið sé hannað fyrir konur á hennar aldri (um þrítugt!) Kremið góða fæst í Hagkaup, Smáralind.
Cara Delevingne. Capture Youth frá Dior.
Sarah Jessica Parker
Þegar Sarah Jessica var innt eftir uppáhaldssnyrtivöru sagði hún í viðtali að hún ætti bara eina. „Ég hef notað sama kremið í ár og aldir. Það er Toleriane Ultra Fluide frá La Roche-Posay. Það er allt og sumt, það er geggjað!“ Frönsku apótekaravörurnar fást nú hér á landi og eru seldar í Lyfju, Smáralind.
Sarah Jessica Parker. Toleriane Ultra Fluid frá La Roche-Posay.
Suki Waterhouse
Fyrirsætan fagra, Suki Waterhouse, notar gosagnakennda andlitskremið Skin Food frá Weleda þegar hún ferðast enda er það einstaklega næringarríkt og þykkt og hentar vel fyrir þurra húð. Hægt er að nota kremið hvar sem er á líkamann en margir þekktustu förðunarfræðingar heims dásama það einnig undir farða. Það fæst líka í léttari útgáfu og fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind á sirka 3000 krónur.
Suki Waterhouse. Skin Food frá Weleda.
Margir þekktustu förðunarfræðingar heims nota Skin Food frá Weleda undir farða fyrir extra næringu og ljóma.