Fara í efni

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska - 19. maí 2025

Sólgleraugnatískan í sumar snýst um andstæður og endurkomur þar sem fortíðin og framtíðin sameinast í eitt. Hér eru stærstu trendin í sólgleraugum sumarið 2025 þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stálið er stórt

Hér má fá innblástur frá stærstu stílstjörnum heims á tískuvikum á meginlandinu sem sýndu vor- og sumartískuna í ár en stálumgjarðir koma sterkar inn og merki á borð við Celine og Miu Miu eru áberandi.
Miu Miu, Optical Studio, 64.800 kr.
Celine, Optical Studio, 99.900 kr.
Bottega Veneta, 80.500 kr.
Weekday, Smáralind.
Stílhrein og smart sólgleraugu frá Range Rover sem fást í Plusminus Optic í Smáralind.

Sjúk seventís

Aviator-stíllinn og lituð gler eru eitt stærsta sólgleraugnatrendið í ár eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá tískuviku.
H&M er með puttann á púlsinum í sumar.
Úr sumarlínu H&M.
Givenchy, Optical Studio, 47.400 kr.
Ray Ban, Optical Studio, 47.900 kr.

„Þegar talað er um klassísk aviator-sólgleraugu, þá stendur eitt nafn upp úr: American Optical. Þetta merki hefur verið í fremstu röð í yfir 180 ár og er sannkallaður frumkvöðull í hönnun flugmannagleraugna. Frá bandarískum forsetum til kvikmyndastjarna, hafa Amercian Optical gleraugun verið valin fyrir stíl, nákvæmni og tímalausan karakter. Hægt er að fá polarized, alvöru gler eða plast - allt saman fangar þetta stílhreinan klassa sem fá merki uppfylla á jafn góðu verði. Þá er einnig að finna glæsilegar umgjarðir frá Range Rover og Defender - gæðaumgjarðir úr stáli sem fanga aviator stílinn sömuleiðis,“ segir Urður Vala Guðmundsdóttir hjá Plusminus Optic í Smáralind.

Sólgleraugu frá American Optical sem fást í Plusminus Optic í Smáralind.

Mega Matrix

Sólgleraugu í anda Matrix-myndanna og aldamótastílsins eru heldur betur að trenda þessi dægrin.
Weekday, Smáralind.
Versace, Optical Studio, 43.400 kr.
Gucci, Optical Studio, 62.500 kr.
Saint Lauren, Optical Studio, 88.600 kr.

Ef þú vilt slá í gegn með sólgleraugu sem sameina Matrix-stílinn og nútímalegan lúxus, þá er Plusminus Optic rétti staðurinn. Þar finnurðu úrval glæsilegra sólgleraugna fyrir öll kyn frá framúrskarandi merkjum eins og Dita Lancier, Range Rover, Defender og Garrett Leight – allt frá töff stálumgjörðum til fallegra plastramma. Allar umgjarðirnar eiga það sameiginlegt að vera léttar og þægilegar og henta hverjum sem er.

Þessi súpersmörtu sólgleraugu fást í Plusminus Optic í Smáralind.
Súper chic sólgleraugu úr Plusminus Optic í Smáralind.
Flott úrval hjá Plusminus Optic í Smáralind.

Súper sixtís

Klassík sem stenst tímans tönn. Finndu þína innri Jackie O!
Celine, Optical Studio, 97.800 kr.
Dolce & Gabbana, Optical Studio, 61.900 kr.

Ef þú ert að leita að sólgleraugum sem gefa „statement”, þá er 60´s-stíllinn það sem þú þarft – og Plusminus Optic hefur nákvæmlega það sem gleður augað. Með sólgleraugum frá Aspinal of London, Garrett Leight og Einstoffen færðu litríkan, skemmtilegan en jafnframt stílhreinan retró-glamúr sem virkar alltaf. Í Plusminus er að finna smekklegar „vintage“ umgjarðir sem innblásnar eru frá sjöunda áratugnum.

Ekta sixtís sólgleraugu úr Plusminus Optic Smáralind.
Þessi eru skemmtileg á litinn! Plusminus Optic, Smáralind.
Sólgleraugu sem koma með skemmtilegum fylgihlut úr Plusminus Optic.

Nýtt og spennandi vörumerki í Smáralind

Eye Religion er ferskt og nútímalegt gleraugnamerki sem sameinar stál- og plastumgjarðir í fjölbreyttum formum sem henta öllum – sama hvort þú sækist eftir mínimalisma, karakter eða einfaldlega góðum stíl. Merkið sameinar ákveðinn ,,Street Style" keim og djarfa hönnun sem er mjög vinsæl í tískuheiminum í dag.

Hér má sjá Urði Völu frá Plusminus Optic með nýjustu sólgleraugun frá Eye Religion.

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París