Stálið er stórt
Sjúk seventís
„Þegar talað er um klassísk aviator-sólgleraugu, þá stendur eitt nafn upp úr: American Optical. Þetta merki hefur verið í fremstu röð í yfir 180 ár og er sannkallaður frumkvöðull í hönnun flugmannagleraugna. Frá bandarískum forsetum til kvikmyndastjarna, hafa Amercian Optical gleraugun verið valin fyrir stíl, nákvæmni og tímalausan karakter. Hægt er að fá polarized, alvöru gler eða plast - allt saman fangar þetta stílhreinan klassa sem fá merki uppfylla á jafn góðu verði. Þá er einnig að finna glæsilegar umgjarðir frá Range Rover og Defender - gæðaumgjarðir úr stáli sem fanga aviator stílinn sömuleiðis,“ segir Urður Vala Guðmundsdóttir hjá Plusminus Optic í Smáralind.
Mega Matrix
Ef þú vilt slá í gegn með sólgleraugu sem sameina Matrix-stílinn og nútímalegan lúxus, þá er Plusminus Optic rétti staðurinn. Þar finnurðu úrval glæsilegra sólgleraugna fyrir öll kyn frá framúrskarandi merkjum eins og Dita Lancier, Range Rover, Defender og Garrett Leight – allt frá töff stálumgjörðum til fallegra plastramma. Allar umgjarðirnar eiga það sameiginlegt að vera léttar og þægilegar og henta hverjum sem er.
Súper sixtís
Ef þú ert að leita að sólgleraugum sem gefa „statement”, þá er 60´s-stíllinn það sem þú þarft – og Plusminus Optic hefur nákvæmlega það sem gleður augað. Með sólgleraugum frá Aspinal of London, Garrett Leight og Einstoffen færðu litríkan, skemmtilegan en jafnframt stílhreinan retró-glamúr sem virkar alltaf. Í Plusminus er að finna smekklegar „vintage“ umgjarðir sem innblásnar eru frá sjöunda áratugnum.