Levi’s 501– frá vinnugalla í tískutákn
Í maí eru 152 ár komin frá því að 501 týpan frá Levi’s kom fyrst fram á sjónarsviðið.
Árið 1873 var stórt í heimi gallabuxna – þá tóku Levi Strauss og snillingurinn Jacob Davis sig til og fengu einkaleyfi á að styrkja vinnubuxur með málmhnöppum. Þannig fæddust 501-buxurnar – upphaflega ætlaðar hörðum verkamönnum, en lífið hafði annað í huga fyrir þær.
Með tímanum þróuðust gallabuxurnar frá því að vera endingagóður fatnaður verkamanna í sniðið sem við þekkjum og elskum í dag: klassískar, beinar gallabuxur með hnepptum brjóstsaumi (button fly). Nafnið „501“ birtist fyrst árið 1890 – og við þekkjum restina af sögunni.
Á 20. öld urðu 501-buxurnar trendí. Þær voru ekki bara fyrir verkamenn og kúreka – heldur einnig rokkstjörnur, mótmælendur og alla sem vildu láta ljós sitt skína. Þær urðu táknmynd unglingamenningar og einstaklingsfrelsis, og áttu fast sæti í fataskápum um allan heim.
Í dag eru Levi’s 501 ekki bara ennþá í tísku – þær eru ein vinsælasta og langlífasta flík tískusögunnar! Milljónir seljast á hverju ári og það er auðvelt að sjá af hverju: 501 eru meira en bara gallabuxur – þær eru ákveðið „statement“.
Tískuflík aldarinnar heldur áfram að slá í gegn
Þessar goðsagnakenndu gallabuxur hafa haldið sér á toppnum í yfir 150 ár – og það er ekkert lát á vinsældunum! Tímaritið TIME útnefndi þær meira að segja sem „tískuflík aldarinnar“ í árslok 1999 – og komu þær þar á undan litla svarta kjólnum OG míní pilsinu. Já, þú last rétt.
Tískubiblían Vogue lýsir þeim sem táknrænum og tímalausum. Og við bætum við: algjörum must-have í hvaða fataskáp sem er. Frá kúrekum yfir í rokkstjörnur, frá tískudrottningum yfir í TikTok kynslóðina – 501 hefur alltaf náð að halda sér ferskum og í takt við tímann.
Komdu við í Levi´s Smáralind og mátaðu þínar eigin 501!