Fara í efni

7 flíkur sem allir karlmenn verða að eiga í sumar

Tíska - 24. júlí 2023

Það er rautt í kortunum framundan og þegar hinn íslenski karlmaður lítur inn í fataskáp getur verið fátt um fína drætti þegar að kemur að klæðnaði fyrir heitari mánuði ársins. Við erum búin að taka saman helstu flíkurnar sem þú getur notað til að flikka upp á fataskápinn fyrir sumarið.

Gallajakki

Það eru fáar flíkur sem standast gallajakkanum snúning þegar kemur að því að lyfta lúkki á hærra plan.
Klassískur gallajakki er flík sem stenst tímans tönn og er tekinn fram ár eftir ár.
Levi´s, 19.990 kr.
Svartur gallajakki gerir öll átfitt töff! Zara, 6.995 kr.
Herragarðurinn, 17.988 kr.

Hvítur stuttermabolur

Hvítur stuttermabolur er eitthvað sem allir verða að eiga. Frábær strigi til að byggja upp lúkk og parast sérstaklega vel við gallajakkann fyrir ekta kvikmyndastjörnuvæb.
Finndu þinn innri Brando og byggðu átfittið í kringum klassíska, hvíta stuttermabolinn!
Hvítur stuttermabolur í örlítilli yfirstærð er geggjaður strigi til að bæta ofan á. Zara, 3.995 kr.
Jack & Jones, 1.596 kr.
Gott dæmi um það hvernig hvíti stuttermabolurinn er undirstöðuatriði í flottu átfitti. Mynd tekin á karlatískuviku.
Hvítur stuttermabolur paraður við grátt dress á karlatískuviku.
Blazer, hvítur stuttermabolur og gallabuxur-klassík af bestu gerð!

Hálfrennd peysa

Það er ekki alltaf bongóblíða á Íslandi og því afskaplega mikilvægt að eiga eina létta peysu sem hægt er að henda yfir sig. Hálfrennd peysa leyfir skyrtunni eða bolnum sem þú ert í undir að njóta sín og praktísk eign í fataskápinn.
Herragarðurinn, 16.188 kr.
Paul Smith, Kultur Menn, 26.995 kr.
Síðerma polobolur er líka hentugur í sumar. Zara, 6.995 kr.

Létt skyrta í ljósum litum

Hvort sem það er hörskyrta eða létt bómullarskyrta þá er frábært að eiga nokkrar í ljósum, sumarlegum litum. Ljósblá eða ljós jarðtóna skyrta kemur þér langt inn í sumarið.
Hörskyrta er algert lykilatriði að eiga í fataskápnum í sumar. Hægt er að hafa hana ógyrta, hún verður bara meira töff fyrir vikið. Herragarðurinn, 10.188 kr.
Ljósir jarðtónar henta vel yfir sumartímann. Herragarðurinn, 14.988 kr.
Galleri 17, 16.197 kr.
Skyrta með kínahálsmáli úr hörblöndu, Selected, 10.990 kr.
Skyrtujakki er praktískur yfir sumarmánuðina. Selected, 19.990 kr.

Hér sýna stílstjörnurnar á tískuviku hvernig best er að klæðast ljósum skyrtum í sumar.

Ljósar buxur

Hvort sem það eru gallabuxur, chinos eða cargo þá er algjört möst að eiga ljósar buxur inni í skáp fyrir sumarið.
Buxurnar frá Les Deux eru vinsælar. Herragarðurinn, 10.188 kr.
Ljósar „chinos“ úr Dressmann.
Galleri 17, 13.197 kr.
„Chinos“ buxur úr lífrænni bómull, Esprit, 7.498 kr.
Ljósgrænar buxur passa við margt og eru því praktísk kaup. Zara, 5.995 kr.

Ljósar buxur eru undirstöðuatriði í fataskápnum í sumar ef marka má stílstjörnurnar á  meginlandinu.

Hvít skyrta við ljósar „chinos“ er skothellt lúkk.
Hörflíkur eru klassískar á heitari dögum.
Flöskugrænn er heitur litur þessa tíðina.
Klassískt sumarátfitt.
Sportlegar cargo-buxur sem eru svo vinsælar hjá öllum kynjum í dag.
Sumarleg götutíska.
Ljósbrún og lekker jakkaföt.
Eleventy sumarið 2024.
Dunhill sumarið 2024.
Canali sumarið 2024.
Ralph Lauren purple sumarið 2024.
Brett Johnson sumarið 2024.

Litríkir sokkar

Það er engin betri leið til að poppa upp klæðnaðinn en með litríkum sokkum. Pastellitir eins og fjólubláir, grænir, gulir og appelsínugulir hjálpa þér að lífga upp á lífið.
Fjólubláir sokkar við brúna skó, það gerist ekki mikið betra!
Skrautlegir sokkar setja punktinn yfir i-ið!
Mynd tekin á nýjustu karlatískuviku. Þessi er í smart Les Deux skyrtu og sportlegum sokkum.
Weekday, Smáralind.
Paul Smith-sokkar, 3 saman í pakka, Kultur Menn, 10.995 kr.
Þægilegir og smart strigaskór eru möst í sumar enda ganga þeir við allt.
Kaupfélagið, 19.995 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Air, 15.995 kr.
Polo Ralph Lauren, 13.788 kr.
Boss, Herragarðurinn, 20.988 kr.
Air, 27.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London