Gallajakki
Það eru fáar flíkur sem standast gallajakkanum snúning þegar kemur að því að lyfta lúkki á hærra plan.
Hvítur stuttermabolur
Hvítur stuttermabolur er eitthvað sem allir verða að eiga. Frábær strigi til að byggja upp lúkk og parast sérstaklega vel við gallajakkann fyrir ekta kvikmyndastjörnuvæb.
Hálfrennd peysa
Það er ekki alltaf bongóblíða á Íslandi og því afskaplega mikilvægt að eiga eina létta peysu sem hægt er að henda yfir sig. Hálfrennd peysa leyfir skyrtunni eða bolnum sem þú ert í undir að njóta sín og praktísk eign í fataskápinn.
Létt skyrta í ljósum litum
Hvort sem það er hörskyrta eða létt bómullarskyrta þá er frábært að eiga nokkrar í ljósum, sumarlegum litum. Ljósblá eða ljós jarðtóna skyrta kemur þér langt inn í sumarið.
Ljósar buxur
Hvort sem það eru gallabuxur, chinos eða cargo þá er algjört möst að eiga ljósar buxur inni í skáp fyrir sumarið.
Ljósar buxur eru undirstöðuatriði í fataskápnum í sumar ef marka má stílstjörnurnar á meginlandinu.
Litríkir sokkar
Það er engin betri leið til að poppa upp klæðnaðinn en með litríkum sokkum. Pastellitir eins og fjólubláir, grænir, gulir og appelsínugulir hjálpa þér að lífga upp á lífið.