Kápur
Að fjárfesta í klassískri kápu sem stenst tímans tönn er eitthvað sem hringir inn haustið að okkar mati. Hér eru nokkrar sem stílistinn okkar er með augastað á, sem eru á breiðu verðbili.
Stígvél og skór
Ef þú ætlar að öppdeita skóskápinn fyrir haustið koma kúrekastígvél, upphá leðurstígvél, mokkasínur og ballerínuskór sterkir inn og gefa fataskápnum ferskt lúkk.
Peysukjólar
Peysukjólar eru góð leið til að poppa upp á fataskápinn enda bæði hægt að nota þá hversdags og spari.
Hér er annar sætur peysukjóll sem við erum skotnar í.
Vesti
Vestin hafa verið að koma sterk inn í tískunni á undanförnum misserum en þau eru tilvalin í vinnuna.
Jakkar
Mittisjakkar með fallegum díteilum og sportlegir bomberar eru góð viðbót við fataskápinn í haust.
Dragtarbuxur
Karlmannlegar dragtarbuxur eða dressbuxur eru hámóðins um þessar mundir, bæði teinóttar og með áföstum boxerum, eins og sjá má hér að neðan. Skemmtileg tilbreyting!
Peysur
Beisik peysur úr ull eða kasmír er eitthvað sem við verðum allar að eiga í fataskápnum. Hér eru nokkrar dásamlegar.
Flottir fylgihlutir
Flottir fylgihlutir gera gæfumuninn.