Hinn fullkomni leðurjakki
Engum blöðum er um það að fletta að leðurjakkinn er að koma sterkur inn í hausttískunni og við erum í eilífðarleit að hinum fullkomna, sem eldist vel og endist að eilífu. Hér er smá innblástur frá tískuviku í París og Mílanó og svo nokkrir sem stílistinn okkar er með augastað á.
Gervipels
„Shearling“-jakkar og kápur og gervipelsar eru retró sjarmörar sem poppa upp á hverju hausti.
Á óskalistanum
Þessa kápu er hægt að nota á tvenna vegu en hægt er að taka neðri hlutann af og nota einnig sem stuttan jakka. Hann kemur úr smiðju Karls Lagerfeld og fæst í Galleri 17.
Leðurbuxur
Fallegar leðurbuxur gera hvaða átfitt sem er töff. Við erum á höttunum eftir einu fullkomnu pari.
Bolur með nútímalegu hálsmáli
Við sjáum alltaf Rosie Huntington-Whiteley fyrir okkur í síðerma bol með svona skemmtilegu hálsmáli en ætli tískuhúsið Khaite hafi ekki gert þessa týpu heimsfræga. Við fundum einn geggjaðan í H&M Smáralind og nú langar okkur í hann í öllum litum. Mælum með!
Rykfrakki
Rykfrakkinn er líka klassík sem er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum.
Á óskalistanum
Haustlegur blazer
Þessi öskrar hausttíska og við sjáum hann fyrir okkur við leðurbuxur, þunnan rúllukragabol og upphá leðurstígvél. Namm!
Cargo buxur
Þið eruð eflaust komin með leið á okkur hamra á því að cargo-buxur séu hámóðins en það verður að hafa það.