Fara í efni

Á óskalista stílistans þessa vikuna

Tíska - 8. nóvember 2022

Stílistinn okkar vinnur við það að finna það heitasta í búðum hverju sinni. Hér er það sem heillar hana mest þessa stundina. 

Hinn fullkomni leðurjakki

Engum blöðum er um það að fletta að leðurjakkinn er að koma sterkur inn í hausttískunni og við erum í eilífðarleit að hinum fullkomna, sem eldist vel og endist að eilífu. Hér er smá innblástur frá tískuviku í París og Mílanó og svo nokkrir sem stílistinn okkar er með augastað á.
Kóníaksbrúnn leddari frá tískuhúsinu Loewe.
Látlaus í yfirstærð er málið í dag.
Leðurjakkinn gengur líka við sparikjóla.
Aðsniðnir jakkar í anda tískunnar í kringum aldamótin eru einnig að ryðja sér til rúms í tískunni.
Leður„bomber“ kemur líka til greina!
Klassík!

Á óskalistanum

Zara, 36.995 kr.
Selected, 84.990 kr.
Zara, 10.995 kr.

Gervipels

„Shearling“-jakkar og kápur og gervipelsar eru retró sjarmörar sem poppa upp á hverju hausti.
Þessi kápa hreinlega gerir átfittið!
Djúsí pels!
Leður og loðfóður í bland.

Á óskalistanum

Þessa kápu er hægt að nota á tvenna vegu en hægt er að taka neðri hlutann af og nota einnig sem stuttan jakka. Hann kemur úr smiðju Karls Lagerfeld og fæst í Galleri 17.

Galleri 17, 89.995 kr.
Weekday, Smáralind.

Leðurbuxur

Fallegar leðurbuxur gera hvaða átfitt sem er töff. Við erum á höttunum eftir einu fullkomnu pari.
Leður-og gallaefni eru klassísk pörun sem virkar alltaf.
Dásamlegur litur á þessu leðurdressi.
Gulrótarsniðið að koma inn aftur?

Á óskalistanum

Zara, 27.995 kr.
Selected, 39.995 kr.

Bolur með nútímalegu hálsmáli

Við sjáum alltaf Rosie Huntington-Whiteley fyrir okkur í síðerma bol með svona skemmtilegu hálsmáli en ætli tískuhúsið Khaite hafi ekki gert þessa týpu heimsfræga. Við fundum einn geggjaðan í H&M Smáralind og nú langar okkur í hann í öllum litum. Mælum með!
H&M, Smáralind.
H&M Smáralind.
H&M Smáralind.

Þessir tveir heilla okkur líka! Þessi fyrri er úr ullarblöndu og með skemmtilegu tvisti á meðan sá flöskugræni er einstaklega sexí og berar axlirnar, sem er líka sjóðheitt trend í dag.

Zara, 8.495 kr.
Weekday, Smáralind.
Bolir og peysur sem bera annars vanmetinn líkamspart, axlirnar, eru að trenda.
Fallegur bolur sem berar axlirnar.

Rykfrakki

Rykfrakkinn er líka klassík sem er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum.
Rykfrakkinn er ein af þessum flíkum sem eldist vel.
Rykfrakki úr leðri er með kúl-faktor.

Á óskalistanum

Þessi rykfrakki er hin fullkomna haustflík. Hann er úr Weekday, Smáralind.

Haustlegur blazer

Þessi öskrar hausttíska og við sjáum hann fyrir okkur við leðurbuxur, þunnan rúllukragabol og upphá leðurstígvél. Namm!
Esprit, 29.995 kr.

Stælleg stígvél

Talandi um stígvél...
GS Skór, 46.995 kr.
Kaupfélagið, 34.995 kr.

Cargo buxur

Þið eruð eflaust komin með leið á okkur hamra á því að cargo-buxur séu hámóðins en það verður að hafa það.
Low Rise on The Rise!
Ýkt, hvít týpa.
Skærbleik og skemmtileg.
Emili alltaf sæt.
Það lekur af þessari töffaraskapurinn!
Snjóþvegnar og sjóðheitar.
All Gray, Everyday.

Á óskalistanum

Zara, 8.495 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu

Tíska

Fáðu innblástur fyrir vorið frá stílstjörnunum í Mílanó