Dragtarbuxur
Dragtarbuxur eru tilvaldar í vinnuna og góðu fréttirnar eru að þær eru hámóðins í dag og eru paraðar saman á allskonar skemmtilegan hátt. Hér er innblástur frá tískuviku og stærstu tískuhúsum heims sem sýndu hausttískuna í ár - allt frá Prada til Saint Lauren og buxur í þessum anda sem fást í verslunum Smáralindar.
Góðar gallabuxur
Það er engum blöðum um það að fletta að gallabuxur eru nauðsynlegar í fataskápinn en „öppdeit“ á þessum mikla vinnuhesti er góð hugmynd fyrir haustið. Dökkar gallabuxur passa alltaf vel inn í hausttískuna, gallabuxur sem eru með saumi niður legginn, með klauf eða einhverskonar x-faktor eins og mismunandi bútasaumi í anda áttunda áratugsins eru líka að trenda, ef þú vilt prófa eitthvað annað en þessar klassísku niðurmjólu eða 501 frá Levi´s - sem er samt sem áður alltaf gott að eiga í fataskápnum.
Pils
Hnésíð pils eru stór partur af hausttískunni 2025 og eru góð leið til að poppa upp á fataskápinn fyrir vinnuna í haust.