Fara í efni

Allt fyrir karlinn í brúðkaups­veisluna

Tíska - 15. ágúst 2023

Sumarið er tíminn fyrir fögnuð og hvergi gefst betra tækifæri til að fagna en ástinni í brúðkaupum landsmanna. Ef þú ert í vandræðum með það hverju þú átt að klæðast í brúðkaupsveislu höfum við tekið saman nokkra hluti sem er gott að eiga í fataskápnum fyrir allsherjar fögnuð.

Jakkaföt

Falleg jakkaföt klikka seint. Fyrir sumarið er gott að eiga allavega ein góð jakkaföt í einhverjum léttum lit og ein í klassískum bláum.
Þessar stöku buxur og jakki eru í geggjuðum fölgrænum lit sem gefur átfittinu eitthvað extra. Tilvalið átfitt í brúðkaupsveisluna.
Zara, 17.995/8.995 kr.
Fölgræni liturinn er að koma sterkur inn og verður enn að trenda næsta sumar ef þú ákveður að fjárfesta í grænum jakkafötum.

Þessi brúni tónn virkar með nánast öllu og er því mjög öruggt val.

Zara, 17.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Brúntóna jakkaföt virka vel með blárri skyrtu eins og sést hér á herratískuviku í Flórens.
Vertu óhræddur við að para saman ólík mynstur eins og köflött jakkaföt og bindi með blómamynstri.

Dökkblá jakkaföt eru klassík sem eiga alltaf vel við þegar kemur að fínni tilefnum.

Jack & Jones, 35.990 kr.
Stakur, dökkblár jakki kemur einnig til greina við kakíbuxur, skyrtu og bindi.

Létt ullarjakkaföt í ljósum lit henta við flest fagnaðartilefni.

Þessi gullfallegu jakkaföt eru á 50% afslætti í Herragarðinum, 54.990 kr.

Hér eru nokkur ljós jakkaföt á stílstjörnunum á tískuviku karla sem haldin var í Flórens fyrr í sumar.

Skyrtur

Það er um að gera að nýta tækifæri eins og brúðkaup til að vera örlítið fínni en venjulega. Góð skyrta getur lyft átfittinu á hærra plan.
Röndótt hvít og blá skyrta klikkar seint með ljósbrúnu eða bláu jakkafötunum. Ekki alveg jafn „formal“ og klassíska, hvíta skyrtan. Zara, 5.995 kr.
Kultur menn, 11.897 kr.
Dressmann Smáralind.

Að para stuttermaskyrtu við jakkaföt er sjúklega skemmtilegt. Ekki skemmir fyrir ef hún er með „camp“ eða „cuban“-hálsmáli.

Zara, 6.995 kr.
Selected, 11.990 kr.
Esprit, 2.995 kr.
Gaman er að leyfa átfittinu að „clasha“ aðeins. Gallaskyrtur undir fín jakkaföt er geggjað dæmi. Herragarðurinn, 8.490 kr.
Herragarðurinn, 17.490 kr.

Skór

Réttu skórnir eru jafnvel það mikilvægasta til að setja punktinn yfir i-ið þegar það kemur að góðu brúðkaups-átfitti. Slæmir skór geta dregið þig niður um nokkur sæti á töffaraskalanum.
Mokkasínur eða loafers eru heitir í dag. Geggjað er vera í sokkum sem sjást ekki til að fá þetta klassíska, ítalska lúkk.
„Tassel loafers“ eru fyrir þá sem vilja skera sig úr fjöldanum. Galleri 17, 27.196 kr.
Zara, 12.995 kr.
Ljósbrúnir „brogues“-skór eru klassískir og fara aldrei úr tísku. Góðir við blá og ljósbrún jakkaföt. Paul Smith, Kultur menn, 52.995 kr.
Kaupfélagið, 21.995 kr.
Lloyd, Steinar Waage, 34.995 kr.
Chelsea boots eða ökklastígvél henta töffurunum og parast vel við grófari efni. Paul Smith, Kultur menn, 49.995 kr.

Stakir jakkar

Það er algjört lykilatriði að eiga einn góðan, stakan jakka til að henda yfir sig þegar manni er boðið óvænt í brúðkaup. Hægt er að para flesta af þessum jökkum við brúnar eða bláar dressbuxur eða jafnvel fínar gallabuxur ef um er að ræða úti- eða sveitabrúðkaup.
Þessi tvíhneppti jakki er í alveg trufluðum lit og ekki skemmir fyrir að hann er úr léttu hörefni. Zara, 19.995 kr.
Prjónaður dökkblár jakki frá Paul Smith. Elegant en samt kasjúal. Kultur menn, 72.995 kr.
Ljós, köflóttur jakki parast vel við mínimalíska „loafers“ og ljósar buxur.
Dressmann Smáralind.
Er þér boðið í brúðkaup á Ítalíu? Þá geturðu ekki klikkað með þessum rjómalitaða tvíhneppta jakka. Parast einstaklega vel við dökkbláar dressbuxur og „loafers“.
Rjómalitaður, tvíhnepptur jakki úr Herragarðinum, 42.490 kr.
Dökkblátt hefur aldrei og mun aldrei klikka. Zara, 15.995 kr.

Sólgleraugu

Það er algjört möst að vera með flottar bryllur í brúðkaupum sumarsins og þá helst til að fela tárin aðeins þó það sé ekkert að því að gráta smá yfir fallegu brúðhjónunum og ástinni.
Saint Laurent, Optical Studio, 66.320 kr.
Oversized sólgleraugu við ljósgrænu jakkafötin? Já takk! Zara, 8.995 kr.
Ljósbrún kringlótt sólgleraugu eru klassík. Galleri 17, 13.995 kr.
Geggjuð sólgleraugu í aviator-stíl. Galleri 17, 17.995 kr.
Tom Ford, Optical Studio, 63.920 kr.
Sólgleraugun setja punktinn yfir i-ið og heildarmyndin verður fullkomnuð.

Veldu sólgleraugu sem undirstrika þinn karakter og stíl.

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París