Jakkaföt
Falleg jakkaföt klikka seint. Fyrir sumarið er gott að eiga allavega ein góð jakkaföt í einhverjum léttum lit og ein í klassískum bláum.
Þessar stöku buxur og jakki eru í geggjuðum fölgrænum lit sem gefur átfittinu eitthvað extra. Tilvalið átfitt í brúðkaupsveisluna.
Dökkblá jakkaföt eru klassík sem eiga alltaf vel við þegar kemur að fínni tilefnum.
Létt ullarjakkaföt í ljósum lit henta við flest fagnaðartilefni.
Skyrtur
Það er um að gera að nýta tækifæri eins og brúðkaup til að vera örlítið fínni en venjulega. Góð skyrta getur lyft átfittinu á hærra plan.
Að para stuttermaskyrtu við jakkaföt er sjúklega skemmtilegt. Ekki skemmir fyrir ef hún er með „camp“ eða „cuban“-hálsmáli.
Skór
Réttu skórnir eru jafnvel það mikilvægasta til að setja punktinn yfir i-ið þegar það kemur að góðu brúðkaups-átfitti. Slæmir skór geta dregið þig niður um nokkur sæti á töffaraskalanum.
Stakir jakkar
Það er algjört lykilatriði að eiga einn góðan, stakan jakka til að henda yfir sig þegar manni er boðið óvænt í brúðkaup. Hægt er að para flesta af þessum jökkum við brúnar eða bláar dressbuxur eða jafnvel fínar gallabuxur ef um er að ræða úti- eða sveitabrúðkaup.
Sólgleraugu
Það er algjört möst að vera með flottar bryllur í brúðkaupum sumarsins og þá helst til að fela tárin aðeins þó það sé ekkert að því að gráta smá yfir fallegu brúðhjónunum og ástinni.