Fara í efni

Einkaviðtal við búninga­hönnuð Barbie-myndarinnar

Tíska - 26. júlí 2023

Við gerðumst svo frægar að fá einkaviðtal við búningahönnuð Barbie-myndarinnar, Jacqueline Durran, sem gaf okkur innsýn á bakvið tjöldin og sagði okkur frá því hvernig hún hannaði hinn fullkomna Barbie-heim með hjálp Chanel.

Margot Robbie klæddist vintage Chanel-dragt í Barbie myndinni sem hönnuð var af Karli Lagerfeld árið 1995.

Konseptið á bakvið Barbie-búningana

„Það er tvennt sem ég lagði mikla áherslu á þegar kom að túlkun minni á Barbie í gegnum búningana í myndinni. Það sem var mikilvægast fyrir heildarmyndina hvað Barbie varðar er að hún er alltaf fullkomlega klædd fyrir tilefnið, hvað svo sem það er, þannig að það þýðir tíð fataskipti. Ég vildi líka vísa í sögu Barbie-fataskápsins sem var hannaður af Mattel árið 1959 en við sjáum Margot í upphafi myndarinnar í svarthvítum sundfötum sem var fyrsti búningur Barbie en þannig vísaði ég í mismunandi tískutímabil dúkkunnar víðfrægu, allt frá árinu 1959 til 2023.“

Í upphafsatriði myndarinnar sést Margot Robbie í sundbol sem hannaður var eftir þeim sem fyrsta Barbie-dúkkan klæddist árið 1959.

Samstarfið við Chanel

„Búningarnir frá Chanel koma með einstakt útlit í Barbie-fataskápinn. Eitt af því sem Chanel gerði fyrir myndina var að endurhanna bleika dragt frá 1995 sem upprunalega var hönnuð af Karli Lagerfeld. Við vorum svo ánægð með að Chanel hannaði ekki aðeins hina fullkomnu dragt fyrir tilefnið heldur sendi okkur líka hattinn og töskuna og skóna-allt sem þig dreymir um til að fullkomna lúkkið. Eitt af því mikilvægasta þegar kemur að Barbie er að hvert dress er fullkomnað með fylgihlutum, það er í raun það sem skilgreinir Barbie-lúkkið- og enginn gerir fylgihluti jafn vel og Chanel. Eitt af bestu dressunum í myndinni er þegar Margot í hlutverki Barbie er klædd Chanel frá toppi til táar þar sem eyrnalokkar, hálsmen, taska og skór setja punktinn yfir hinn fullkomna, bleika Chanel-kjól.“

Barbie vantaði líka skíðaföt fyrir eitt atriðið í myndinni og verandi Barbie vildum við að sjálfsögðu skapa hið fullkomna tískumóment. Við leituðum til Chanel og fundum ótrúlegan skíðafatnað úr Coco Neige-línunni en vandamálið var að okkur vantaði skíðaföt fyrir Ken í stíl og Chanel framleiðir ekki skíðaföt fyrir karla. Ég útskýrði vandamálið fyrir Chanel og þau gerðu sér lítið fyrir og sérhönnuðu Chanel skíðagalla- og gleraugu fyrir Ken.
Margot Robbie og Ryan Gosling í skíðagöllum frá Chanel.
Ég fékk líka tækifæri til að fara í Patrimoine de Chanel-safnið í París til að skoða öll fötin og fylgihlutina sem hannaðir hafa verið í gegnum tíðina til að finna hvað gæti hentað fyrir Margot í hlutverki Barbie. Ég komst að því að Karl Lagerfeld hannaði Barbie-línu árið 1995 og var staðráðin í því að koma henni að í myndinni þannig að ég fékk nokkur item til að máta á Margot. Eitt dressið virkaði ótrúlega vel og er í myndinni, svonefnd Claudiu Schiffer-dragt sem Karl hannaði með Barbie í huga, hversu frábært?
Hér má sjá Margot Robbie í hinni svokölluðu Claudiu Schiffer-dragt sem Karl Lagerfeld hannaði árið 1995 með Barbie í huga.

„Ég hef unnið með Chanel fyrir nokkrar ólíkar myndir í gegnum tíðina þar sem gerðar voru mjög ólíkar kröfur, allt frá myndinni Atonement til Barbie og það sem hefur staðið upp úr er að Chanel setur alltaf mikla vinnu í að finna réttu itemin til að skapa rétt útlit og stemningu og styðja við okkur alla leið. Þau hugsa þetta ekki sem svokallað „product placement“ til að koma ákveðinni vöru í mynd heldur styðja við sýn kvikmyndarinnar af öllum mætti. Eitt af þeim samstarfsverkefnum sem ég hef unnið með Chanel var fyrir Önnu Kareninu en fyrir hana fengum við heilu bakkana af demöntum lánaða svo Keira Knightley, sem lék Önnu Kareninu, gæti valið sér alvöru demanta til að skreyta sig með í myndinni. Það gaf kvikmyndinni ákveðinn raunveruleikablæ yfirstéttarinnar sem við vildum skapa fyrir myndina.“

Margot Robbie í hlutverki Barbie í Chanel frá toppi til táar.
Hinn fullkomni Chanel-fataskápur, allir fylgihlutirnir á sínum stað sem setja punktinn yfir i-ið og skapa ekta Barbie-lúkk.

Varaliturinn sem Margot og Sofia elska

Einn vinsælasti varalitur sumarsins er án efa Pink Delight nr 928 frá Chanel en bæði hefur Margot Robbie gert hann vinsælan en ekki síður Sofia Richie, sem bar hann þegar hún gekk upp að altarinu fyrr í sumar. Chanel-snyrtivörur fást í snyrtivöruversluninni Elira og Hagkaup, Smáralind.
Sofia Richie á brúðkaupsdaginn með Pink Delight frá Chanel.
Litur 928, Pink Delight frá Chanel. Chanel-snyrtivörur fást í Elira og Hagkaup, Smáralind.
Margot Robbie með varalit sumarsins.

Hér er hægt að kaupa miða á Barbie sem sýnd er í Smárabíói.

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París