Elegans
Elegansinn er alltaf í hávegum hafður í höfuðborg tískunnar og á hátískuviku sem fram fór í París á dögunum mátti sjá einföld átfitt sem virka. Litli, svarti kjóllinn var að sjálfsögðu ekki langt undan og klassískar flíkur sem ganga við allt, sama hvað ár og árstíð er fengu að njóta sín.
Litli, svarti kjóllinn gengur alltaf. Hér er gott dæmi um að minna er einfaldlega oft meira þegar kemur að tískunni. Trés chic!
Model Off Duty
Ef þú vilt fá innblástur að klæðilegum átfittum er oft gott að líta til fyrirsætnanna sem myndaðar eru í bak og fyrir þegar þær hlaupa á milli sýninga.
Vesti
Vestin eru vinsæl um þessar mundir eins og sést hér á stílstjörnunum á tískuviku í París.
Barbie effektinn
Barbie-myndin sem nýverið var frumsýnd mun án efa hafa áhrif á tískuna á næstunni.
Geggjuð götutíska
Þessar eru með einhvern x-faktor að okkar mati og stóðu upp úr í hafsjó vel klæddra stílstjarna.