Fara í efni

Besta, versta og flippaðasta götutískan frá hátískuviku í París

Tíska - 25. janúar 2022

Okkur þykir alltaf jafn gaman að fá myndir frá hátískuviku í París. Hælarnir eru hærri, stílarnir flippaðri og almennt mikið sjónarspil. Hér er það sem okkur þótti eftirtektarverðast að þessu sinni.

Besta

Er ekki ráð að byrja á þeim sem okkur þótti flottust?
Ein valdamesta stílstjarna heims, Chiara Ferragni sló í gegn í Schiaparelli.
Geggjað lúkk þar sem mikið drama er í buxunum.
Hér fá fylgihlutirnir að tala sínu máli.
Hversu franskt? Alpahúfa og Dior-taska=Trés Chic!
Það kom okkur á óvart hversu vinsælir pelsar voru.
Caro Daur í geggjuðum rykfrakka.
Svart og sexí klikkar seint!
Við erum að segjaða! Pelsarnir voru útum allt!
Svart og stílhreint.
Trés chic!
Sjarminn lekur hreinlega af Ferragni-systrum.
Leopard on leopard? Við myndum vanalega segja nei en þessi díva púllar þetta lúkk.
Fyrrum ritstýra Vogue Paris, Carine Roitfeld, veit hvað hún syngur.
Pjúra franskur elegans.

Party in the Back

Dramað var allt að aftan hjá stílstjörnunum á hátískuvikunni í París á dögunum.
Þvílíka listaverkið á þessari kápu.
Slóðar og mikið drama að aftan verður áberandi trend á næstu misserum.
Opið bak tekið upp á næsta level!

Skínandi skært

Þó svarthvítir stílar hafi verið rauði þráðurinn á hátískuvikunni mátti þó sjá nokkra sem þorðu út fyrir þægindarammann. Appelsínugulur og bleikur voru áberandi og fjaðrir eru að koma sterkar inn með vorinu.
Þessi geggjaða appelsínugula loðkápa talar við hjarta okkar.
Barbíbleikt tekið alla leið!
Fjaðrir á einu og öllu næsta vor, þið heyrðuð það hér!

Flippaðir fylgihlutir

Það má ekki gleyma fylgihlutunum, þeir eru ekki síður mikilvægir fyrir heildarmyndina.
Þvílíka listaverkið frá Schiaparelli.
Mergjuð stígvél.
Listaverki líkast þessi handtaska frá Christian Dior.
Uppáhaldsskórnir okkar frá hátískuvikunni í París.
Hattur eða gervihnöttur?
Stærra er betra í tilviki þessarar tösku frá Louis Vuitton.
Sólgleraugu í yfirstærð við höfuðslæðu var vinsælt lúkk í París.

Verstu

Nei, bara nei.
Þessi gullfallega dama nær næstum að selja okkur þessi mynstur saman. En nei, bara nei.
Þetta gula hár er bara ekki að gera sig.
Latex overload, einhver?
Við vitum ekki alveg með þetta par.
Listakonan Julia Fox sem er nýja kærasta Kanye var að púlla þetta lúkk en verst með Ye sjálfan sem skemmir bara fyrir með þessum hauspoka.
Julia Fox og Kanye West.
Ekki taka menn með hauspoka með þér á tískuviku, þeir eyðileggja alveg væbið.

Meira úr tísku

Tíska

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni