Beyoncé og Levi’s leiða saman krafta sína í REIIMAGINE línunni, þar sem saga Levi’s fær ferskan blæ í höndum poppdrottningarinnar. Hér mætast arfleifð kúrekastílsins, sígildar gallaflíkur og nútímaleg sýn sem endurskapar goðsagnakenndar auglýsingar fyrri áratuga. Útkoman er djörf og glitrandi og hvetur okkur til að sjá gömlu, góðu gallabuxurnar með nýjum augum. Sumar flíkur í línunni eru uppseldar á vefsíðu Beyoncé og hjá Levi´s í Evrópu en eru til í takmörkuðu magni í Levi´s á Íslandi.