Bóhemblússan
Rómantísk blússa er möst þegar kemur að bóhóstílnum.
Steldu stílnum
Stjörnurnar uppúr aldamótum
Kate Moss, Sienna Miller og Mary-Kate Olsen eru þekktar fyrir að rokka bóhóstílinn sem var í brennideplinum upp úr aldamótum.
Upphá stígvél
Vel upphá leðurstígvél voru geggjaður kontrast við fljótandi kjóla og eru ómissandi við bóhóstílinn. Mótorhjólastígvél og kúrekastígvél koma einnig vel út við rómantískar flíkur.
Steldu stílnum
Útvíðar buxur
Beinar buxur í víðari kantinum og einnig útvíðar eru að trenda á næstunni og smellpassa við bóhó-þemað sem Chloé bauð upp á á sýningu sinni.
Steldu stílnum
Chloé haustið 2024
Chemena Kamali, nýr yfirhönnuður franska tískuhússins Chloé náði að framkalla rómantískan bóhóstíl í anda áttunda áratugarins og fékk mikið lof fyrir.
Nú er bara að finna sinn innri bóhem!