VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Eftir lengsta janúar í manna minnum er gott að vita að vorið kemur alltaf aftur. Við erum farin að sjá vortískuna fyrir okkur í hillingum en beislitað frá toppi til táar er eitthvað sem við getum byrjað að prófa okkur áfram með, um leið og slabbið lætur sig hverfa!
Þessi tiltekna mynd sem tekin var á tískuviku á dögunum var kveikjan að þessari grein en það er eitthvað ómótstæðilega elegant við beislitan alklæðnað.
Við getum hreinlega ekki beðið eftir því að geta tekið fram ljósari og léttari flíkur með hækkandi sól!
Vorið kemur, vittu til!