Charlotte Sparre – þrjátíu ár af silki og stíl
Í meira en þrjá áratugi hefur Charlotte Sparre verið ein af stærstu tískuhönnuðum Skandinavíu, þekkt fyrir lúxus silki og einstök mynstur.
Silki hefur alltaf verið hjarta og sál merkisins. Í hverri nýrri línu er silkið glætt lífi með skærum litum, handteiknuðum mynstrum og innblæstri úr listum, menningu, náttúru og ferðalögum. Útkoman er einstök blanda af tímalausum glæsileika og skandinavískum einfaldleika – flíkur sem henta jafnt dagsdaglega sem og við sérstök tilefni.
Komdu í Smáralind fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 16:00 þar sem hægt verður að kynnast hönnuðinum á bakvið vörumerkið og skyggnast inn í hennar hugarheim. Tveir heppnir viðskiptavinir geta unnið 30.000 kr. gjafabréf í happadrætti og gjafapokar verða í boði fyrir viðskiptavini Mathilda í Smáralind á meðan birgðir endast.