Fara í efni
Nýtt vörumerki í Mathilda

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska - 27. ágúst 2025

Mathilda Smáralind fagnar tveggja ára afmæli klukkan 16:00, fimmtudaginn 28. ágúst með stílhreinum viðburði þar sem danski hönnuðurinn Charlotte Sparre, yfirhönnuður og stofnandi merkisins, kynnir nýja haustlínu en þetta spennandi vörumerki var að lenda í verslunni í Smáralind. Við lofum innblæstri, fallegu silki, gjafapokum og spennandi happdrætti, láttu þig ekki vanta!

Charlotte Sparre – þrjátíu ár af silki og stíl

Í meira en þrjá áratugi hefur Charlotte Sparre verið ein af stærstu tískuhönnuðum Skandinavíu, þekkt fyrir lúxus silki og einstök mynstur.

Merkið var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1993 og hlaut fljótt mikla athygli, ekki síst þegar ofurfyrirsætur á borð við Naomi Campbell og Helenu Christensen gengu í hönnun hennar niður tískusýningarpallinn.

Ofurfyrirsæturnar Naomi Campbell og Helena Christensen hafa gengið niður tískusýningarpallinn fyrir Charlotte Sparre.

Silki hefur alltaf verið hjarta og sál merkisins. Í hverri nýrri línu er silkið glætt lífi með skærum litum, handteiknuðum mynstrum og innblæstri úr listum, menningu, náttúru og ferðalögum. Útkoman er einstök blanda af tímalausum glæsileika og skandinavískum einfaldleika – flíkur sem henta jafnt dagsdaglega sem og við sérstök tilefni.

Charlotte Sparre, Mathilda, 49.990 kr.
Charlotte Sparre, Mathilda, 49.990 kr.

Komdu í Smáralind fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 16:00 þar sem hægt verður að kynnast hönnuðinum á bakvið vörumerkið og skyggnast inn í hennar hugarheim. Tveir heppnir viðskiptavinir geta unnið 30.000 kr. gjafabréf í happadrætti og gjafapokar verða í boði fyrir viðskiptavini Mathilda í Smáralind á meðan birgðir endast.

Nú er hámóðins að binda silkiklúta á ýmsa vegu en hér er ein hugmynd sem er í anda tískunnar í dag. Myndir frá Charlotte Sparre.

Meira úr tísku

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið

Tíska

Langstærsta trendið á tískuviku í Köben

Tíska

Gírinn fyrir verslunarmanna­helgina

Tíska

„Designer“ töskur á 40-50% afslætti