Fara í efni

Er Gummi kíró stærsta stílstjarna landsins?

Tíska - 3. desember 2021

Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi kíró eins og hann er jafnan kallaður vekur eftirtekt hvar sem hann kemur. Hann er þekktur fyrir að skarta áberandi hönnunarflíkum og með fylgihluti sem alla jafna sjást ekki á íslenskum karlmönnum. Við urðum að ná tali af Gumma og spyrja hann út í hvaðan tískuáhuginn kemur og hverjar fyrirmyndir hans eru. Hann laumaði líka að okkur nokkrum tískutipsum og jólagjafahugmyndum.

Gummi segist hafa heillast fyrst að tískuheiminum þegar hann var í gaggó og fékk að fara í höfuðborgina í verslunina 17 á Laugarveginum. "Mér fannst alltaf svo gaman að líta vel út og vera snyrtilegur, " segir hann.

Fjölbreytileg hönnun, mismunandi efni og hugmyndin á bakvið flíkurnar heillar Gumma sérstaklega og honum finnst einnig mikilvægt að klæðast flíkum sem fáir eiga. Uppáhaldshönnuðir Gumma eru brautryðjendur á borð við Virgil Abloh heitinn, sem var hönnuður Off-White og Louis Vuitton, Kim Jones hjá Dior og Tom Ford sem hannar tímalausar og klassískar flíkur.

Virgil Abloh

Virgil Abloh, sem lést nýverið eftir snarpa baráttu við sjaldgæft krabbamein var brautryðjandi í tískuheiminum og þekktur meðal annars fyrir að koma götustílnum inn í stóru, rótgrónu tískuhúsin á borð við Louis Vuitton, þar sem hann var hönnuður. Hann hannaði einnig fyrir Off-White sem er eitt allra stærsta tískumerki síðari ára.

Off-White vor/sumar 2022

Dior vor/sumar 2022

Fylgihlutirnir hjá tískuhúsi Dior fyrir sumarið eru algerlega „spot on“ og líklegt að einhver þessara verði í eigu Gumma áður en langt um líður.

Tom Ford vor/sumar 2022

Helstu tískufyrirmyndir mínar eru t.d Lenny Kravitz, Daniel Lindström, ritstjóri hjá sænska tímaritinu Café, Lebron James, Jeff Goldblum, Asap Rocky og Jerry Lorenzo. Mér finnst Jerry Lorenzo alltaf geggjaður, hann er konungur kósígallans og svo kann hann svo vel að pimpa upp lúkkið með flottum fylgihlutum. Rúrik Gísla er líka alltaf töff, hann blandar saman litum og efnum svo vel og er alltaf með klassíska fylgihluti og „statement items“.
Daniel Lindström
Asap Rocky
Jerry Lorenzo
Rúrik Gíslason
Lebron James
Lenny Kravitz
Jeff Goldblum
Ég er spenntur fyrir allskonar mynstruðum skyrtum og buxum og sterkum litum fyrir vorið og sumarið. Skyrta frá Dior er algerlega á óskalistanum.
Skyrturnar frá Dior eru skemmtilega skrautlegar.
Dior vor/sumar 2022
Mesta tískuslysið er að klæðast of mörgum merkjavörum á sama tíma. Algert no, no!

Jólagjafahugmyndir Gumma

Fallegir hanskar frá Gucci eða Fendi og jakki eða kápa frá Acne væri geggjuð jólagjöf fyrir hana. Stelpur eiga aldrei nóg af jökkum og kápum!
Acne vor/sumar 2022
Gucci vor/sumar 2022
Góður ilmur eins og Bleu de Chanel sem er í uppáhaldi hjá mér er alltaf klassísk jólagjöf fyrir hann. Eins mæli ég með MÁDARA-gjafaöskjunum sem fást í Lyfju. Ég elska Collagen boosterinn, serumið og dagkremið sem kemur saman í einum pakka.
Lyfja, 14.980 kr.
Chanel-ilmirnir fást í Hagkaup, Smáralind.

„Zara í Smáralind er uppáhaldsbúðin mín og ég heimsæki hana mjög reglulega“.

Taska, Zara, 6.495 kr.
Zara, 14.995 kr.
Zara, 27.995 kr.
Zara, 12.995 kr.
Zara, 14.995 kr.

Brot af bestu dressum Gumma

Uppáhaldsvín? 

Barolo árgangur 2010, 2015 og 2016 og Solaia frá Tuscany.

Uppáhaldsfylgihlutur?

 Clutch bag frá Louis Vuitton og Rolex Datejust.

Uppáhaldsbók?

Þá vitna ég í Andy Warhol. 

I don´t read, I just look at pictures.

Á óskalistanum er sófi frá Norr11!

Uppáhaldsfylgihlutir Gumma

Louis Vuitton Clutch-taska

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn