Fara í efni

Erum við í alvöru til í þessa tísku aftur?

Tíska - 11. september 2023

Sú augljósa staðreynd að tískan fer í hringi virðist alltaf koma aftan að okkur. Að okkar mati er bara aaaðeins of stutt síðan við spókuðum okkur um í mörgu (mis)smörtu hér upp úr aldamótum! Hér eru trendin sem við erum ekki alveg klár hvort við séum til í aftur en mörg þeirra eru ekki eldri en frá árinu 2010 sem sannar það að oft er hringurinn ekki lengri en þrettán ár þegar kemur að tískutrendum.

Diskabelti

Hver man ekki eftir diskabeltunum svonefndu sem Destiny´s Child gerði meðal annars ódauðleg? Sunneva Einars er í hópi þeirra sem hefur tekið trendið opnum örmum á ný. Við sem tókum þátt í trendinu á sínum tíma segjum hugsanlega pass í þetta sinn...
Destiny´s Child voru svo meðidda!
Verslunin Monki í Smáralind er með puttann á aldamótapúlsinum!
Queen B í tísku sem er mjög lýsandi fyrir áratuginn 2000-2010.

Stór og áberandi belti

Belti spiluðu stóra rullu í tískunni um og yfir aldamót og oftar en ekki troðið yfir allt og ekkert. Buxurnar voru lágar, skinny og oftar en ekki í ökklasídd.
Kim K smellti þykku, hvítu belti yfir bolinn í takt við tískuna.
Hayden Panettiere með svokallað diskabelti.

Beltin með kombakk

Stór belti í anda aldamótatískunnar, sem hélt áfram út áratuginn eru að trenda enn á ný ef marka má tískuspekúlanta og stærstu tískukeðjur heims.
Diesel er heldur betur komið hringinn! Galleri 17, 22.995 kr.

Götutískan

Hér eru nokkrar skemmtilegar beltaútfærslur frá tískuvikum í París, London og Tokyo.
Pjúra nostalgía á götum Tokyo-borgar.
Miu Miu með tvöfalt belti við skólastelpupils.
Sætt Chanel-lúkk á götum Parísarborgar.
Kim K hefði rokkað þetta lúkk fyrir 20 árum!
Diesel-aftur-með massa kombakk!

Ósamhverfir kjólar og gegnsæir toppar

Ef við þyrftum að súmmera tískuna í kringum aldamótin upp væru ósamhverfir kjólar og gegnsæir toppar ofarlega á lista. Gerið ykkur reddí fyrir kombakk!
Og að sjálfsögðu paraðir við buxur, en ekki hvað?
Ósamhverfu kjólarnir eru komnir aftur. Og sitt sýnist hverjum.
Jessica Alba í kjól yfir gallabuxur.

Steldu stílnum

Zara, 8.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Vero Moda, 5.990 kr.
Glimmerandi toppur úr Weekday, Smáralind.
Ósamhverft pils úr Weekday, Smáralind.

Pils yfir buxur

Við héldum að við myndum aldrei skrifa þessi orð en pils yfir buxur-trendið, það á eftir að koma tilbaka í tískunni af fullum krafti.
O.C-stjarnan Mischa Barton var ein stærsta stílstjarnan uppúr aldamótunum. Hér í kjól yfir gallabuxur, en ekki hvað?
Erum við í alvöru að fíla þetta?
Pínupils yfir buxur voru hámóðins uppúr aldamótunum.

Steldu stílnum

Þú getur fundið buxur með áföstu pilsi í Zara!

Zara, 11.995 kr.
Tamara Kalinic í nútímalegri útgáfu af pilsi yfir buxur úr smiðju Fendi.

„Low Rise“-gallabuxur

Um og yfir aldamót snérist allt um sléttan mallakút og skelfilega, vandræðalega lágar gallabuxur.
Paris Hilton, drottning low rise-gallabuxnanna.
J-Lo í einum mjög lágum.
Kiera Knightley á rauða dreglinum með sixpakk og í vandræðalega lágum gallabuxum.

Steldu stílnum

Trudy, low waist flare-gallabuxur, Monki, Smáralind.
Karakter, 16.995 kr.
Týpan Ariel úr Weekday, Smáralind.
Zara, 6.995 kr.

„Peplum“ toppar

Svokallaðir peplum toppar sem eru aðsniðnir í mittið og ýktir út eru að koma aftur ef marka má stærstu tískuhús heims. Trendið var stórt í kringum 2005-2010 eins og við þekkjum margar.

Kim K. var  hrifin af peplum-trendinu á sínum tíma.

Á tískusýningarpöllunum

Tory Burch haustið 2023.
Brondon Maxwell haustið 2023.
Danska stílstjarnan Emili Sindlev í nútímalegri útgáfu af peplum-bol við víðar buxur.
@emilisindlev

Steldu stílnum

Zara, 5.995 kr.
Zara, 13.995 kr.

Ballerínuskór

Hver man ekki eftir ballerínuskónum sem allir og amma þeirra áttu uppúr aldamótunum? Í haust er massívt kombakk þeirra en ballerínuskórnir eru eitt heitasta skótrend haustsins 2023.
Kate Moss elskaði ballerínuskóna á sínum tíma.
Alexa Chung slær ekki feilnótu þegar kemur að tískunni.

Götutískan

Miuccia Prada er ein þeirra stærstu áhrifavalda til að koma með ballerínutrendið á sjónarsviðið aftur en ófáar stílstjörnurnar sáust í Miu Miu-týpu á tískuviku.
Tamara í Miu Miu-dressi í París.
Parísartískan.
Svipmynd frá tískuviku í Köben.
Frá tískuviku í London.
Frá tískuviku í Mílanó.
Stílstjarna á götum Lundúnarborgar.
Très chic í Parííí.

Steldu stílnum

Zara, 5.995 kr.
Kaupfélagið, 14.995 kr.
Zara, 5.995 kr.
Steinar Waage, 16.995 kr.

Uggs

Kona var ekki kona með konum nema eiga Uggs hérna í denn en þessi þægilegu boots eiga heldur betur upp á tískupallborðið aftur. Í ár munum við aftur sjá strigaskó og Uggs með fylltum botni í anda tískunnar frá 2000-2010.
Seinnar Miller þá.
Bella Hadid nú.

Steldu stílnum

GS Skór, 36.995 kr.
Vanessa Hugdens á forsíðu Glamour árið 2010 í lágum gallabuxum og vesti sem gæti allt eins verið á forsíðu tímarits í dag.
Ertu til í þetta?

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París