Diskabelti
Hver man ekki eftir diskabeltunum svonefndu sem Destiny´s Child gerði meðal annars ódauðleg? Sunneva Einars er í hópi þeirra sem hefur tekið trendið opnum örmum á ný. Við sem tókum þátt í trendinu á sínum tíma segjum hugsanlega pass í þetta sinn...
Stór og áberandi belti
Belti spiluðu stóra rullu í tískunni um og yfir aldamót og oftar en ekki troðið yfir allt og ekkert. Buxurnar voru lágar, skinny og oftar en ekki í ökklasídd.
Beltin með kombakk
Stór belti í anda aldamótatískunnar, sem hélt áfram út áratuginn eru að trenda enn á ný ef marka má tískuspekúlanta og stærstu tískukeðjur heims.
Götutískan
Hér eru nokkrar skemmtilegar beltaútfærslur frá tískuvikum í París, London og Tokyo.
Ósamhverfir kjólar og gegnsæir toppar
Ef við þyrftum að súmmera tískuna í kringum aldamótin upp væru ósamhverfir kjólar og gegnsæir toppar ofarlega á lista. Gerið ykkur reddí fyrir kombakk!
Steldu stílnum
Pils yfir buxur
Við héldum að við myndum aldrei skrifa þessi orð en pils yfir buxur-trendið, það á eftir að koma tilbaka í tískunni af fullum krafti.
Steldu stílnum
„Low Rise“-gallabuxur
Um og yfir aldamót snérist allt um sléttan mallakút og skelfilega, vandræðalega lágar gallabuxur.
Steldu stílnum
„Peplum“ toppar
Svokallaðir peplum toppar sem eru aðsniðnir í mittið og ýktir út eru að koma aftur ef marka má stærstu tískuhús heims. Trendið var stórt í kringum 2005-2010 eins og við þekkjum margar.
Ballerínuskór
Hver man ekki eftir ballerínuskónum sem allir og amma þeirra áttu uppúr aldamótunum? Í haust er massívt kombakk þeirra en ballerínuskórnir eru eitt heitasta skótrend haustsins 2023.
Götutískan
Miuccia Prada er ein þeirra stærstu áhrifavalda til að koma með ballerínutrendið á sjónarsviðið aftur en ófáar stílstjörnurnar sáust í Miu Miu-týpu á tískuviku.
Steldu stílnum
Uggs
Kona var ekki kona með konum nema eiga Uggs hérna í denn en þessi þægilegu boots eiga heldur betur upp á tískupallborðið aftur. Í ár munum við aftur sjá strigaskó og Uggs með fylltum botni í anda tískunnar frá 2000-2010.
Steldu stílnum
Ertu til í þetta?