Fara í efni

25% afmælisafsláttur í Esprit-lítum um öxl

Tíska - 6. september 2023

Í tilefni þess að Esprit heldur upp á 10 ára afmæli sitt í Smáralind um helgina lítum við um öxl og skoðum söguna á bakvið vörumerkið. Eins kíkjum við á það nýjasta úr haustlínunni og gefum tvö 50.000 króna gjafakort í samstarfi við Esprit.

25% afsláttur í tilefni 10 ára afmæli Esprit í Smáralind, dagana 7.-10. september!

Fæðing Esprit

Esprit var stofnað af bandaríska parinu Susie og Doug sem þremur mánuðum eftir fyrsta hitting voru gift og fimm árum síðar, árið 1968, varð Esprit að veruleika. Susie og Doug voru lituð af hugsjónum hippakynslóðarinnar þar sem ábyrgð á starfsfólki sínu og umhfverfinu hefur verið þeim mikilvæg og sýnt sig í verki. Löngu áður en vistvæn tíska varð trendí fóru þau að vinna með birgjum sem framleiða lífræna bómul.

Litríku íþróttagallarnir frá Esprit eru goðsagnakenndir.
Doug og Susie, stofnendur Esprit.
Esprit endurspeglaði kalifornískan lífsstíl þar sem litagleði og húmor var í fyrirrúmi í öllu myndefni.

Esprit-hjónin fengu einn klárasta listræna stjórnandi síns tíma, John Casado, til að hanna litríkt lógóið sem varð eins og við vitum goðsagnakennt í tískuheiminum.

Vörumerkið Esprit hefur alla tíð verið litríkt og líflegt, heimilislegt og ekta og einkennst af kalifornískum lífsstíl. Ítalska ljósmyndaranum Oliviero Toscani tókst að endurspegla þetta á einstakan hátt í myndum sem hann tók fyrir merkið á níunda áratugnum en þær eru fullar af lífsgleði og húmor.

Sportleg og litrík tíska níunda áratugsins naut sín vel í herferðum Esprit.
Ekta eitís Esprit!

„Alvöru fólk“ andlit Esprit

Af hverju að auglýsa eingöngu með fyrirsætum? Starfsfólk Esprit gegndu mikilvægu hlutverki strax í upphafi og var fengið til að sitja fyrir í herferðum fyrirtækisins á tíunda áratugnum. Í stað þess að sýna eingöngu „fullkomna” fegurð sýndi Esprit „alvöru” fólk-með persónulegum og jafnframt húmorískum yfirlýsingum í texta. Esprit vildi vera öðruvísi, jarðbundið og ekta. Fyrirtækið leitaðist eftir áhugaverðum samræðum og tók afstöðu sem Esprit hefur staðið við alla tíð.

Myndir úr „Real People“-herferð Esprit sem birt var á tíunda áratug síðustu aldar.

Herferð sem fékk fólk til að tala

Margt breyttist í samfélaginu á tíunda áratugnum en Doug og Susie voru staðráðin í því að halda áfram að vekja athygli á allskyns félagsmálum. Eitt gott dæmi er herferðin sem ung Gwyneth Paltrow tók þátt í sem bar yfirskriftina: Hvað myndir þú gera? sem átti að vekja athygli á forvörnum gegn HIV.
Ung Gwyneth Paltrow í herferð Esprit sem snéri að forvörnum gegn HIV.

Esprit verður rautt

Í kringum aldamótin tók Esprit mjög hugrakka ákvörðun þar sem litadýrð gamla vörumerkisins fékk að víkja fyrir einum lit: þeim rauða!

Ofurfyrirsætur í stíl við hugsjónina

Sjálfstraust, styrkur og sjálfstæðar hugsanir er eitthvað sem ofurfyrirsæturnar Gisele Bündchen og Christy Turlington standa fyrir en þær voru fengnar til að vera andlit Esprit uppúr 2010. Gisele táknaði hinn stílhreina heimsborgara á meðan Christy endurspeglar sýn Esprit á náttúrulega lífshætti.
Gisele Bündchen fyrir Esprit.
Christy Turlington fangaði náttúrulegan lífsstíl vörumerkisins.

Valdefling kvenna

Árið 2019 hóf Esprit herferðina Við Öll í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Áherslan var lögð á valdeflingu kvenna sem er viðfangsefni sem Esprit hefur alla tíð staðið fyrir. Allur ágóði af sölu We All-bolum rann til UN Women en Esprit safnaði 85.000 evrum til styrktar málstaðarins.
Þarna sjáum við meðal annars hina sálugu ofurfyrirsætu, Tatjana Patitz, í herferð Esprit með UN Women.

Nýtt úr Esprit Smáralind

Hér eru nokkrar klassískar og fallegar flíkur úr Esprit, Smáralind.
Esprit, 34.495 kr.
Esprit, 37.495 kr.
Esprit, 6.495 kr.
Esprit, 6.495 kr.
Esprit, 12.495 kr.
Esprit, 9.995 kr.
Esprit, 14.995 kr.
Esprit, 14.995 kr.
Esprit, 7.495 kr.
Esprit, 6.495 kr.
Esprit, 12.495 kr.

Hér er hægt að freista gæfunnar því Esprit gefur tvö 50.000 króna gjafakort á Instagrammi Smáralindar.

Sjáumst í afmælisstuði í Smáralind um helgina!

Meira úr tísku

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París

Tíska

Val stílista á Tilboðsvöku í Smáralind