Fara í efni

Flottir feður á fermingar­daginn

Tíska - 27. febrúar 2024

Senn líður að fermingartíðinni. Þá er venjan að táningarnir klæði sig upp í sitt fínasta púss. En pabbarnir eiga það til að gleyma sér smá og á síðustu stundu eru kannski gömlu, góðu jakkafötin dregin fram sem jafnvel hafa ekki verið notuð síðan á síðustu öld. HÉRER.is fékk stællegan pabba til að taka saman það helsta svo að feðurnir gefi fermingarbörnunum ekkert eftir.

Ljóst og lekkert

Ljósir tónar koma sterkir inn með hækkandi sól og um að gera fyrir pabbana að tóna vel við fermingarbarnið! Hér eru nokkrir stællegir herrar sem mættu á tískuviku í Flórens og hvernig hægt er að stela stílnum.
Hvíta skyrtan hentar sem beisik undirlag fyrir hvaða klæðnað sem er. Þú getur ekki klikkað með einni klassískri frá Ralph Lauren. Herragarðurinn, 22.980 kr.
Flott skyrta með áhugaverðri áferð. Zara, 7.995 kr.
Til að poppa aðeins upp á dressið án þess að fara of langt út fyrir þægindarrammann er oft hægt að skipta hvítu skyrtunni út fyrir ljósbláa sem er aðeins minna „formal“. Kultur menn, 21.995 kr.
Premium skyrta frá Dressmann, 11.990 kr.
Gallaskyrta undir jakka er geggjað lúkk þar sem fínt mætir spari. Herragarðurinn, 24.980 kr.
Létt, röndótt skyrta með kínakraga gefur líka svolítið hversdagslegt útlit við sparilegri jakka. Kultur menn, 13.995 kr.
Bómullarskyrta úr Esprit, 14.995 kr.
Skemmtilegt mynstur undir einlita jakka gefur heildarmyndinni skemmtilegt yfirbragð. Zara, 6.995 kr.
Gríðarlega skemmtileg „textured“ skyrta sem væri falleg undir brúnan jakka. H&M Smáralind, 5.999 kr.
Það er algjör snilld að para fallegan, þykkan pólóbol eða þykka „textured“ skyrtu við jakka. Eitthvað sem sést mikið á kvikmyndastjörnum á rauða dreglinum þessa dagana. Zara, 6.995 kr.
J. Lindeberg, Kultur menn, 28.995 kr.

Smart jakkaföt

Jakkaföt eru auðveld leið til að dressa sig upp. Við mælum með að geyma svörtu jakkafötin fyrir leiðinlegri tíma og skella sér í einhverja liti enda um stóran dag að ræða og gleðilegt tilefni.
Geymum svörtu jakkafötin og tökum fram stællega týpu í bláum, gráum, beis, brúnum eða jafnvel ólífugrænum tónum.
Þessi ljósbláu hörjakkaföt úr ZARA eru ekkert smá falleg. Zara, 19.995/8.995 kr.
Þessi létti rjómalitaði pólóbolur væri flottur undir jakkafötin og gæfu þeim hversdagslegra yfirbragð. Zara, 5.995 kr.
Dökkgræn jakkaföt henta við flest öll tilefni. Þessi úr Herragarðinum eru falleg í sniðinu. Herragarðurinn, 109.980 kr.
Brún skyrta undir græn jakkaföt er fallegt kombó af jarðarlitum. Herragarðurinn, 26.980 kr.
Jack & Jones, 15.990/29.990 kr.
Klassísk Wool Stretch-jakkaföt, Dressmann, 39.990 kr.
Selected, 17.990/29.990 kr.
Þessi köflóttu jakkaföt minna á gamla tíma en eru með nútímalegu sniði. H&M, 21.900 kr.
Selected, 25.990/17.990 kr.
Vasaklúturinn er að koma sterkur inn og gefur heildarmyndinni fágaðan fíling.
Þessi tvíhneppti blazer lyftir þér strax á æðra plan. Paraðu hann með ljósum rúllukragabol fyrir einstaklega fágað lúkk. Kultur menn, 89.995 kr.
Dúnmjúk kasmír rúllukragapeysa frá Polo Ralph Lauren. Pöruð með fallega bláum „pinstripe“- jakkafatabuxum. Herragarðurinn, 44.980 kr.
„Pinstripe-jakkafatabuxur, Zara, 8.995 kr.
Hér er gott dæmi um flott „layering“ þar sem skyrta og bindi nýtur sín vel undir peysu, jakka og frakka.
Þessi klikkaða kúrekaskyrta passar vel við grænu buxurnar hér til hliðar. Galleri 17, 28.995 kr.
Zara, 7.995 kr.
Grófir skór frá Dr.Martens fara vel með fannsí kúrekapælingunni! Galleri 17, 29.995 kr.

Spariskórnir setja punktinn yfir i-ið

Nú er allt leyfilegt þegar skórnir eru annarsvegar, þú getur valið allt frá strigaskóm yfir í leðurspariskó. Aðalmálið er að þú fílir þig í þeim og að þeir séu hreinir!
Sportlegir strigaskór í anda þýsku GAT-skóna eru fallegir með bláum buxum. Gott er að vera léttur á fæti þegar þú þarft að hlaupa eftir fleiri brauðtertum! Herragarðurinn, 39.980 kr.
Það er eiginlega ekki hægt að klikka á brúnum „Chelsea boots“. Þessi frá Tiger of Sweden eru silkimjúk. Kultur menn, 59.995 kr.
Adrian „loaferarnir“ frá Dr. Martens eru í miklu uppáhaldi hjá tískugúrúum heimsins enda ógeðslega flottir! Galleri 17, 30.995 kr.
Fallega brúnir leðurskór frá meistara Paul Smith henta vel með bláum, brúnum og gráum jakkafötum. Kultur menn, 52.995 kr.
Fallegir rúskins bátaskór parast fullkomlega við grænar „chinos“-buxur. Zara, 7.995 kr.
Alltaf klassískt að para vel hreina, hvíta strigaskó við jakkafötin eða „chinos“ fyrir fágað en hversdagslegt lúkk. Zara, 5.995 kr.
Fallegt úr er fylgihlutur sem má ekki gleymast, sérstaklega ekki við sparileg tilefni!
Þú getur ekki klikkað með þetta eitraða Armani-úr með grænni skífu. Jón og Óskar, 88.000 kr.
Gerast ekki mikið fallegri en þetta úr frá Orient. Meba, 59.900 k.
Fágað og fallegt frá Daniel Wellington, 34.900 kr.
Gullið gefur! Maserati, Jón og Óskar, 60.900 kr.

Innblástur frá tískuviku

Hér eru nokkrir smart herramenn sem mættu á tískuviku í Flórens sem geta vel veitt smávegis innblástur fyrir stóra daginn.
Sætir feðgar í stíl á tískuviku. Hugmynd að vera í stíl við fermingarbarnið!

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn