Fara í efni

Fermingarfötin úr Galleri 17

Tíska - 16. febrúar 2022

Galleri 17 hefur í áratugi lagt línurnar þegar kemur að fermingartísku landsmanna. Við skyggndumst á bakvið tjöldin þegar hin árlega fermingarmyndataka tískukeðjunnar fór fram en að vanda er Galleri 17 með nýjustu strauma og stefnur á hreinu. 

Tania Lind Fodilsdóttir, markaðsstjóri NTC, segir undirbúning fyrir hina árlegu fermingarmyndatöku Galleri 17 hefjast strax í byrjun nýs árs enda í nægu að snúast. Hún segir vinsælt að fá börn starfsmanna til að vera fyrirsætur enda séu þau mörg á fermingaraldri. En hvað stendur upp úr í fermingartískunni í ár?

Það er mikil fjölbreytni í fermingartískunni, mikið um klassíska fallega hvíta blúndukjóla í bland við samfestinga en svo eru dragtir líka að koma sterkt inn ásamt pastel litum eins og ljósbláum og bleikum. Erum líka að sjá grasgræna litinn mikið , hann verður vinsæll í ár og ekki bara í fermingarfötum.
Tania mælir með drögtum fyrir þær sem fíla ekki kjóla eða samfestinga. Ísabella klæðist hér einni æðislegri frá Envii í tískulitnum í ár.

Allt er vænt sem vel er grænt

Græni liturinn er vinsæll í tískuheiminum um þessar mundir.
Galleri 17, 8.995 kr.
Galleri 17, 12.995 kr.

Kasjúal og kúl

Fyrir þá sem fíla ekki að vera í jakkafötum mælir Tania með því að klæðast töffaralegum Carhartt buxum við skyrtu, peysu eða blazer. Dr. Martens eða strigaskór toppa svo lúkkið.
Semí kasjúal en mjög smart lúkk úr Galleri 17.

Blúnda

Hvítir blúndukjólar eru klassískir á fermingardaginn og eiga alltaf vel við.
Rómantískt og fallegt fermingarlúkk vorið 2022.
Galleri 17, 10.995 kr.
Galleri 17, 10.995 kr.
Paraðu blúndutopp við víðar dragtarbuxur eða jafnvel leðurbuxur til að búa til flottan kontrast.

Blátt og bjútífúl

Blá jakkaföt við krispí hvíta strigaskó er lúkk að okkar skapi.
Þetta lúkk er alveg að gera sig!
Klassískt og fallegt.
Ljósgrá jakkaföt koma líka vel út á fermingardaginn eins og sjá má.

Flottir fylgihlutir

Skórnir, taskan og skartið spilar líka stóra rullu á fermingardaginn.
Dr. Martens eru smart við kjóla sem og buxur.
Skórnir fást allir í GS Skóm.
Lekkerir skór á fermingardaginn.
Vans-strigaskórnir eru mjög vinsælir um þessar mundir enda sjást þeir á hverri Hollywoodstjörnunni á fætur annarri.
Við elskum þessar litríku töskur sem myndu sóma sér vel við fermingardressið.
Galleri 17, 13.995 kr.
Galleri 17, 13.995 kr.

Bakvið tjöldin

Það var Gunnlöð Jóna sem myndaði fermingarbörnin en Ester Olga sá um hár og förðun. Lilja, grafískur hönnuður NTC tók þessar skemmtilegu myndir bakvið tjöldin og leyfði okkur að vera fluga á vegg.
Skyggnst á bakvið tjöldin í árlegu fermingarmyndatöku Galleri 17.
Ester Olga sá um hár og förðun en hún vinnur einnig í Galleri 17 í Smáralind.
Förðuninni var haldið léttri og ljómandi.
Hér sjáum við Vans skóna ljósmyndaða í bak og fyrir.
Fallegir litatónar spila skemmtilega saman.
Stemningin var góð í myndatökunni.
Eins og hann hafi aldrei gert neitt annað en að sitja fyrir.
Það er mikil fjölbreytni í fermingartískunni , mikið um fallega hvíta blúndukjóla í bland við samfestinga. Svo eru dragtir að koma sterkt inn ásamt pastel litum eins og ljósbláum og bleikum. Erum líka að sjá grasgræna litinn mikið, hann verður vinsæll í ár og ekki bara í fermingarfötum.

Meira úr tísku

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu