Fara í efni

Flíkin sem þú verður að eiga í fataskápnum

Tíska - 13. apríl 2023

Ef það er ein flík sem er möst að eiga í fataskápnum er það beisik skyrta sem gengur við allt. Þessa tíðina er málið að hafa hana í yfirstærð og jafnvel opna og heildarútlitiðið svolítið kæruleysislegt. Þá gengur hún við gallabuxur jafnt sem pils í borginni og alveg eins góð yfir bikiníið á ströndinni. Hér er smá innblástur að því hvernig hægt er að stílisera klassísku skyrtuna á mismunandi vegu.

Instagram innblástur

Það er eitthvað ómótstæðilegt og trés chic við látlausa skyrtu, gallabuxur og sandala. Hér eru nokkrar stílstjörnur af Instagram sem veita okkur innblástur til að draga fram eins og eitt stykki skyrtu í yfirstærð fram í dagsljósið.
Instagram: @astyleedit
Instagram: @annelauremais
Instagram: @nlmarilyn
Instagram: @luciacuesta
Instagram: @lucywilliams02
Instagram: @astyledit
Instagram: @bellathomas

Steldu stílnum

Zara, 6.995 kr.
Gallabuxur í stílnum Aoki, Monki Smáralind.
Esprit, 9.995 kr.
Timberland, 14.990 kr.
Celine, Optical Studio, 73.900 kr.
Prófaðu að „layera“ hvíta skyrtu yfir rúllukraga.

Hvítt og krisp

Hvít skyrta við ljósar buxur er rándýrt lúkk eins og sést hér á stílstjörnunum á meginlandinu á síðastliðinni tískuviku.
Fyrirsætan Grace Elizabeth er talskona mínimalismans í þessu dressi.
Brúnir leðurfylgihlutir parast fallega við hvítan alklæðnað.
Hér má sjá hvernig hægt er að fara sportlegu leiðina í stíliseringu með víðum buxum, sportlegum toppi og opinni, hvítri skyrtu. Tamara er stílstjarna drauma okkar.
Stílstjarna í Stokkhólmi þar sem mínimalismi er þeim í blóð borin.
Trendí við cargóbuxur.

Girtar

Klassískar skyrtur eru þeim kostum gæddar að hægt er að stílisera þær á fjölmarga vegu. Girtar ofan í buxnastreng, jafnvel bara öðrum megin gefur lúkkinu kæruleysislegt en smart yfirbragð.
Krispí, hvít skyrta við trendí flíkur er gott jafnvægi.
Það gerist ekki mikið klassískara!
Strúktúruð hvít skyrta, hneppt upp í háls.
Navy blá skyrta í yfirstærð við skemmtilegt pils er góð pörun.
Hér eru hlutföllin í fullkomnu jafnvægi.
Girtar ofan í buxnastreng, jafnvel bara öðrum megin gefur lúkkinu kæruleysislegt en smart yfirbragð.
Klassískar skyrtur þurfa ekki að vera í hvítu eða bláröndóttu eingöngu. Prófaðu þig áfram með litapallettu sem passar þér! Við elskum þennan græna við djúpfjólurauðan.
Það gerist ekki mikið meira trendí en skyrta í yfirstærð og cargóbuxur.
Gallaefni á gallaefni er líka sjóðheitt kombó um þessar mundir.
Hér má sjá örlítið meira aldamótalúkk þar sem skyrtan er aðsniðin.

Sætar skyrtur

Zara, 5.995 kr.
Esprit, 12.495 kr.
Zara, 5.995 kr.
Karakter, 26.995 kr.
Zara, 5.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Karakter, 24.995 kr.
Vila, 8.590 kr.
Weekday, Smáralind.
Karl Lagerfeld, Galleri 17, 49.995 kr.
Vero Moda, 8.590 kr.
Selected, 16.990 kr.
Hvít skyrta gengur við nánast hvaða tilefni sem er og er einstaklega góð „layering“ flík.

Meira úr tísku

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu

Tíska

Fáðu innblástur fyrir vorið frá stílstjörnunum í Mílanó

Tíska

Flottir feður á fermingar­daginn

Tíska

Fermingar­tískan 2024

Tíska

Fermingarfötin í Galleri 17

Tíska

Erum við til í þetta trend aftur? Kíkjum á götutískuna í New York