Seiðandi svartar
Svarta ullarkápan er staðalbúnaður á vetrarmánuðum en þessa tíðina þykir hámóðins að hún sé í yfirstærð, með axlarpúðum og gjarnan skósíð. Myndirnar af meðfylgjandi tískudívum voru teknar á tískuviku í Mílanó, London og Köben þar sem tíska haust- og vetrarmánuða 2023 var kynnt.
Steldu stílnum
Úrvalið af svörtum kápum er ekki af skornum skammti í Smáralind.
Litur vetrarins
Það er engum blöðum um það að fletta að rauði liturinn er allsráðandi í tískunni í vetur. Rauð kápa vekur eftirtekt og er flott við svartan alklæðnað á dimmum vetrarmánuðum.
Steldu stílnum
Kamelkápan
Fátt er klassískara og fágaðra en kápa í kamellit.
Fátt er fágaðra en kápa í kamellit, hér má sjá eina slíka á tískusýningarpallinum hjá Michael Kors.
Steldu stílnum
Krispí hvít
Elegant, hvít kápa er líka viðeigandi í vetur.
Steldu stílnum
Loðkápur
Loðkápur í hinum ýmsu útfærslum hafa aukist til muna upp á síðkastið.
Af pöllunum
Loðkápur sáust á tískusýningarpöllum mörgum stærstu tískuhúsa heims sem kynntu vetrartískuna 2023.
Steldu stílnum
Köflóttar og klæðilegar
Hvað öskrar á veturinn meira en köflótt kápa í brúnleitum hausttónum?