Blazer
Það eru fáar flíkur sem eru jafn gagnlegar og góður blazer. Gott er að eiga einn beisik svartan sem gengur við allt og jafnvel einn eða tvö "statement" blazera í tvít eða með skemmtilegu mynstri, skrautlegum tölum eða í skærum lit.
Klassísk skyrta og áhugaverður bolur
Gott er að eiga vandaða hvíta og jafnvel ljósbláa skyrtu í fataskápnum. Eina í yfirstærð jafnvel til að klæðast við þröngar buxur og aðra sem er aðsniðin. Svo er um að gera að eiga beisik bol sem er með áhugaverðum "detailum".
Peysukjóll
Peysukjóll úr prjónaefni er alger snilld í vinnuna. Poppaðu upp á hann með geggjuðum stígvélum eða öðrum fylgihlutum.
"Statement" eyrnalokkar
Auðvelt er að poppa upp á heildarmyndina með skemmtilega hönnuðum eyrnalokkum.
Vinnubuxur
Nú eru hefbundnar "vinnubuxur" sjóðheitar. Beinar dragtarbuxur, víðar "afabuxur" og útvítt seventís-snið er inni. Gott er að eiga einar svartar og einar drapplitar, að minnsta kosti.
Mokkasínur
Mokkasínur eru klassískir vinnuskór sem ganga við allflest. Nú eru klossaðar útgáfur með stórum, gylltum skreytingum vinsælar en einnig er hægt að fá mun penari útgáfur, ef trendið er ekki fyrir þig.
Gleraugu
Gleraugu eru vanmetinn fylgihlutur í okkar bókum. Við hreinlega elskum að skreyta okkur með mismunandi gleraugum eftir dressi og skapi!
Belti
Belti frá þekktum hönnunarhúsum eru enn á ný vinsæl en minna er um áberandi GG-sylgju Gucci og meira um látlausari stíla á borð við þessa hér.
XL taska
Stór og góð taska sem rúmar fartölvuna og hálfa búslóðina er á óskalistanum okkar. Nú mega mækrómíní tínívíní töskurnar eiga sig því trendið er því stærra, því betra.
Því stærri, því betri þegar töskur eru annars vegar.
Innblástur
Hér eru nokkrar myndir frá götutískunni og af tískupöllunum sem eru góðar til innblásturs.