Fara í efni

Geggjuð götutíska á tískuviku í Köben

Tíska - 25. ágúst 2023

HÉR ER var með ljósmyndara á sínum snærum á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem fram fór á dögunum. Hér er tískuinnblástur eins og hann gerist bestur-beint í æð!

Skrítið og skrautlegt

Danskar tískudívur eru alls óhræddar við að klæðast skrautlegum flíkum og para þær saman á máta sem okkur dytti aldrei í hug. Svo virðist vera sem fleiri lög af fatnaði og flippaðir fylgihlutir séu möst ef þú ert dönsk tískudíva, sem er skemmtilegt að skoða!
Mix og un-match er mál málanna í Köben.
En blazer í yfirstærð á alltaf vel við.
Skrautlegar vinkonur á tískusýningu.
Neonlitir og flippuð stílisering.
Hundurinn var velkominn á tískuviku með þessum frumlegu vinkonum.
Við sjáum meira af heimaprjónuðum flíkum á næstunni.
Af hverju að klæðast einum jakka ef þú getur klæðst tveimur?
Bleik bomba!
Við vitum ekki alveg með þetta...
Kærleikur í Köben.
Frumlegar tískuvinkonur.

Okkar uppáhalds

Hér eru þær sem okkur fannst standa upp úr í klæðaburði og eru örlítið minna æpandi í tískuvali en þær að ofan.
Svarthvítt lúkk og Loewe taska-klikkar ekki!
Parísartískan í Köben.
Við erum að fíla brúnu tónana í þessu dressi.
Ekta klæðilegt haustlúkk á rigningardegi í Köben.
Trés chic!
„Layering“ gert á smekklegan hátt.
Elegans.
Sportí chic.
Sætar tískusystur á strollinu.
Beisik er oft best.
Við erum að fíla þessa Loewe-tösku sem aleigan virðist komast fyrir í.
Skólastelpulúkk við Samba-skóna frá Adidas, klassísk götutíska!
Þessir tónar, þessar kápur!
Hér er gott dæmi um þegar einfalt átfitt er kryddað með einhverju extra og allt smellur! 

Gallaæði

Við vitum öll að gallabuxur eru staðalbúnaður í fataskáp okkar allra en kanadíski tux-inn, eða gallaefni frá toppi til táar er enn að trenda eins og sjá má á dönsku stílstjörnunum.
Leikur að hlutföllum þar sem jakkinn er í yfirstærð en buxurnar þröngar.
Skemmtilega öðruvísi gallabuxur hér á ferð.
Kjóll eða pils yfir gallabuxur er mjög svo aldamóta og hefur verið að gera gott mót í tískuheiminum undanfarið.
Prada-taskan setur kirsuberið á toppinn að okkar mati.
Taktu gallabuxurnar upp á næsta level með fallegum hælaskóm!
Hugo, Mathilda, 24.990 kr.
Rowe frá Weekday, Smáralind.
Inferno frá Weekday, Smáralind.
Zara, 6.995 kr.
Nú er 25% afsláttur af öllum gallabuxum í Weekday, Smáralind ef keypt eru tvö pör eða fleiri.

Gulir tónar

Þó veðrið hafi ekki leikið við gesti á tískuviku var sólin ekki langt undan í fatnaði en við tókum eftir því að gulur og appelsínuguli liturinn voru áberandi og því ekki ólíklegt að þeir tónar verði vinsælir næsta sumar. Við vitum fyrir víst að fölgulur verður einn af tískulitum haustsins.
Appelsínugult Prada-lúkk.
Fallega gulur tónn frá toppi til táar.
Appelsínugulir fylgihlutir.
Gult og glæsilegt í götutískunni.
Fölgulur er einn af tískulitum haustsins.
Zara, 13.995/13.995 kr.
Zara, 5.995 kr.
Vero Moda, 8.990 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París