Skrítið og skrautlegt
Danskar tískudívur eru alls óhræddar við að klæðast skrautlegum flíkum og para þær saman á máta sem okkur dytti aldrei í hug. Svo virðist vera sem fleiri lög af fatnaði og flippaðir fylgihlutir séu möst ef þú ert dönsk tískudíva, sem er skemmtilegt að skoða!
Okkar uppáhalds
Hér eru þær sem okkur fannst standa upp úr í klæðaburði og eru örlítið minna æpandi í tískuvali en þær að ofan.
Hér er gott dæmi um þegar einfalt átfitt er kryddað með einhverju extra og allt smellur!
Gallaæði
Við vitum öll að gallabuxur eru staðalbúnaður í fataskáp okkar allra en kanadíski tux-inn, eða gallaefni frá toppi til táar er enn að trenda eins og sjá má á dönsku stílstjörnunum.
Gulir tónar
Þó veðrið hafi ekki leikið við gesti á tískuviku var sólin ekki langt undan í fatnaði en við tókum eftir því að gulur og appelsínuguli liturinn voru áberandi og því ekki ólíklegt að þeir tónar verði vinsælir næsta sumar. Við vitum fyrir víst að fölgulur verður einn af tískulitum haustsins.