Fara í efni

Söngkonan Glowie orðin deildarstjóri hjá einni stærstu tískuvörukeðju heims

Tíska - 16. janúar 2023

Tónlistarkonan Glowie hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fatnaði og stíliseringu og er því komin í draumadjobbið sem deildarstjóri í tískuvöruversluninni Monki í Smáralind. HÉR ER fékk Glowie í smá spjall.

Glowie tók við nýja starfinu á fyrsta vinnudegi ársins og því margt nýtt og spennandi að læra. „Ég fór bara að vinna í fataverslun í fyrsta skipti á ævinni í febrúar í fyrra og þess vegna er ég í skýjunum með að vera komin með deildarstjórastarf í einu af stærstu fyrirtækjum heims en Monki er í eigu H&M, “segir Glowie og brosir sínu breiðasta. „Eitt af aðaláhugamálunum mínum í gegnum tíðina hefur verið fatnaður og stílisering og ég hef verið að hanna föt og krota í stílabækur síðán ég var lítil, þannig að hver veit nema að ég fari út í það að hanna föt fyrir alvöru einn daginn.“

Hver veit nema að ég fari að hanna föt fyrir alvöru einhvern daginn.
Ljósmynd: Guðlaugur Andri Eyþórsson

Hver er fyrsta minningin þín tengd tísku?

Það voru ófá skiptin sem ég stalst í fataskápinn hjá pabba og mömmu þegar þau voru ekki heima til að máta það sem mér fannst spennandi að prófa. Ég fæ meira að segja ennþá stundum lánuð föt hjá þeim fyrir ýmis tilefni. En ég  þarf nú samt ekki að stelast í þau lengur, haha!

Hvað gerir tískan fyrir þig?

Það hvernig ég klæði mig hefur mjög mikil áhrif á andlegu líðanina mína. Ég eiginlega skil ekki hvernig fatnaður getur verið svona kraftmikill, það hljómar kannski eins og ég sé að ýkja en rétt val á fatnaði getur minnkað kvíða og streitu hjá mér sem ég nýti til þess að auka sjálfstraustið.

Hverjar eru þínar helstu tískufyrirmyndir?

Í fljótu bragði myndi ég segja að mínar helstu fyrirmyndir þegar tíska og stíll er annars vegar séu söngkonan Miley Cyrus, fyrirsætan Adwoah Aboah og Rihanna.

Hvert er þitt stærsta tískuslys?

 Úff, það kemur nú ýmislegt upp í hugann en að klæðast pilsi yfir gallabuxur sem var svo mikið í tísku fyrir sirka 15 árum finnst mér alveg hræðilegt í dag.

Hver er besta tískutengda fjárfestingin?

Það er síð „vintage“-kápa með blettatígramynstri sem ég keypti fyrir nokkrum árum sem er í miklu uppáhaldi, ég mun aldrei tíma að henda henni.

Glowie kaupir gallabuxur í Weekday, Smáralind og segir úrvalið þar geggjað.

Óskalisti Glowie

Kápa úr Weekday, Smáralind.
Stígvél frá Jeffrey Campbell, GS Skór, 59.995 kr.
Smekkbuxur úr Monki, Smáralind.
Úlpa frá Carhartt, Galleri 17, 47.995 kr.
Sandalar frá Crocs, Kaupfélagið, 8.995 kr.

Með hvaða gallabuxum mælirðu?

Ég versla mínar gallabuxur í Weekday en þar er geggjað úrval og margar mismunandi stærðir og gerðir.

Hver er uppáhaldsfylgihluturinn þinn?

Það eru líklega gleraugun mín, bæði með ljósu og dökku gleri. Gleraugu gefa svo mikið loka „touch“ á lúkkið.

Hvaða lög eru á rípít hjá þér þessa dagana?

Special með Lizzo, Cuff it með Beyoncé og Anti-Hero með Taylor Swift.

Hvaða bók breytti lífi þínu og af hverju?

Bókin Handan fyrirgefningarinnar eftir Þórdísi Elvu hafði djúpstæð áhrif á mig. Hún sendi mér hana á sínum tíma og skrifaði til mín fallegt bréf. Lestur bókarinnar hafði þau áhrif að ég pantaði mér tíma hjá sálfræðingi og byrjaði að vinna úr kynferðisofbeldi sem ég var fyrir sem unglingur.

Mynd: Guðlaugur Andri Eyþórsson.
Glowie varð fyrir kynferðisofbeldi á unglingsárum en bókin Handan fyrirgefningarinnar varð til þess að hún leitaði sér hjálpar til að vinna úr afleiðingum þess.
Handan fyrirgefningarinnar eftir Þórdísi Elvu, Penninn Eymundsson, 2.699 kr.
Ég hlakka til að einbeita mér að nýja starfinu mínu á þessu ári og nýta frítímann minn til að klára plötuna mína sem mig langar til að gefa út.

Monki Smáralind

Verslunin Monki í Smáralind er öll sú glæsilegasta en þar er að finna mikið úrval af gallabuxum í öllum stærðum og gerðum og smart tískufatnað og fylgihluti.
Ljósmyndir: Guðlaugur Andri Eyþórsson

Meira úr tísku

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu

Tíska

Fáðu innblástur fyrir vorið frá stílstjörnunum í Mílanó