Fara í efni

Götutískan í London

Tíska - 9. desember 2021

Við kynntum okkur götutískuna á tískuviku í London. Klassískar dragtir og svarthvítir stílar voru áberandi en einnig var gaman að sjá fólk óhrætt við að leika sér með áberandi liti og ólíklegustu litasamsetningar.

Klassík með smátvisti

Gallabuxur og blazerar falla seint úr gildi og smart dragtir verða alltaf vinsælar. Í London var klassíkin tekin upp á næsta (tísku)level og við erum að fílaða!
Eitt flottasta átfittið á tískuvikunni í London að okkar mati. Hverjum hefði dottið í hug að appelsínurauður og skærbleikur gætu verið svona fallegt par?
 
Tískuritstjóri breska Vogue, Julia Sarr-Jamois er alltaf með puttann á tískupúlsinum.
Ein vinsælasta silúettan í dag. Þröngar buxur sem eru útvíðar yfir hælaskó og blazer í yfirstærð. En það er taskan sem stelur hjörtum okkar.
Veldu buxur sem hægt er að renna upp að neðan! Svipaður stíll fæst í Zara.
Grár og gulur

 Er litakombó sem spáð var vinsældum af Pantone fyrir einhverju síðan. Annað ólíklegt par hér á ferð.

Svart/hvítt

Þegar þú ert í vanda, klæðstu svörtu, hvítu eða svarthvítu. Svo einfalt er það!

Guðdómlega ofurfyrirsætan breska, Jourdan Dunn, með stílinn upp á tíu!

Leður og gallaefni flokkast líka sem klassík!

Spæsaðu upp á svarthvíta átfittið með skærbleikum fylgihlutum eins og þessi smarta pía.
Grasgræni liturinn er heldur betur tískulitur ársins og engin lát virðast vera á vinsældunum. Hér sést hann á tösku ársins frá Bottega Veneta.
Hér má sjá enn eina Bottega-töskuna, nú í grábláu.
Tískuelítan mætt!
Þykk plastsólgleraugu og gullkeðja um hálsinn, það gerist ekki mikið meira trendí.
Pjúra elegans!
Leyfðu karakter þínum að skína með því að klæðast bol með mynd af uppáhaldshljómsveitinni þinni. Spice Girls, Bob Marley, Mariah Carey, ACDC eða Britney-við dæmum ekki!

Súkkulaðibrúnir tónar eru rándýrir.

Slæðan heldur áfram að vera einn vinsælasti fylgihluturinn hjá tískukrádinu enda auðvelt að leika sér með hana á ýmsa vegu. Í kringum handfangið á töskunni, yfir höfuðið, í hárið, sem belti eða í kringum hálsinn.
Retró hárklemmur halda áfram að vera hámóðins.
Hefur þessi eitthvað til síns máls?

Meira úr tísku

Tíska

Stílisti velur yfirhafnir á tilboði á Kauphlaupi

Tíska

Möst í fataskáp herranna í haust

Tíska

Yfirhöfnin sem var allstaðar á tískuviku í París

Tíska

Bleikur október

Tíska

Heitustu skórnir í haust

Tíska

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben