Kögur og fjaðrir
Nú þegar flestir hafa fengið nóg af joggaranum eftir mikla heimaveru er eins og tískan springi út og allt það sem gleður augað fær að njóta sín á ný. Pils, jakkar og kjólar með kögri, fjöðrum eða úr tjulli eru áberandi á þeim sem vilja fagna tískunni.
Það var eitthvað mjög Sex in the City-legt við mómentið þegar stílstjarnan Leonie Hanne snéri sér í hringi á götum New York borgar á dögunum.
Bodycon
Aðsniðin bombudress fá sinn tíma í sviðsljósinu á ný og við erum svo til í það!
Fagrir fylgihlutir
Okkur finnst ekki síður gaman að spotta fylgihlutina í götutískunni. Stórir eyrnalokkar, áberandi hálsfestar og handtöskur í skærum litum gleðja tískuhjartað okkar.
Working girl
Mörg átfittin á tískuviku í New York myndu sóma sér vel í vinnunni. Við tökum niður punkta!