Fara í efni

Götutískan í New York

Tíska - 16. febrúar 2022

Við fengum að vera fluga á vegg (eða ljósmyndari úti á götu) þegar tíska næsta hausts var kynnt á dögunum í borginni sem aldrei sefur. Hér er tískuskammtur dagsins!

Kögur og fjaðrir

Nú þegar flestir hafa fengið nóg af joggaranum eftir mikla heimaveru er eins og tískan springi út og allt það sem gleður augað fær að njóta sín á ný. Pils, jakkar og kjólar með kögri, fjöðrum eða úr tjulli eru áberandi á þeim sem vilja fagna tískunni.
Leonie Hanne í skemmtilegu kögurpilsi við gula fylgihluti.
Þvílíka bomban! Hér er gott dæmi um fjaðurflík sem er ekki of mikið af því góða.
Mikil gleði í þessu dressi. Takið líka eftir töskunni.
Tjullpils í New York, hversu viðeigandi?
Það var eitthvað mjög Sex in the City-legt við mómentið þegar stílstjarnan Leonie Hanne snéri sér í hringi á götum New York borgar á dögunum.
Leonie Hanne tekur snúninginn fyrir ljósmyndara.

Bodycon

Aðsniðin bombudress fá sinn tíma í sviðsljósinu á ný og við erum svo til í það!
Mikið finnst okkur gaman að sjá retró bombulúkk aftur!
Bodycon-cut out-bombukjólar eiga aftur upp á tískupallborðið og því ber að fagna!
Grænt dress og næntís-hársnúðar í anda Bjarkar Guðmunds.
Barbílúkkið tekið alla leið.
Studio 54-stíllinn að gefa.

Fagrir fylgihlutir

Okkur finnst ekki síður gaman að spotta fylgihlutina í götutískunni. Stórir eyrnalokkar, áberandi hálsfestar og handtöskur í skærum litum gleðja tískuhjartað okkar.
Þessir stóru Valentino-eyrnalokkar eru sjóðheitir í dag.
Skrautleg Fendi-taska hér á ferð.
Tjúlluð sólgleraugu setja punktinn yfir i-ið!
Balenciaga-sólgleraugu og gullkeðjur, mega trendí.
Falleg, hvít Bottega Veneta-taska.
Skærgul Valentino-taska í fanginu á glaðlyndri Leonie Hanne.
Við erum ekki viss um praktíkina í þessari tösku en falleg er hún engu að síður.
Liturinn á sólgleraugunum við húðtóninn er fullkomnun að okkar mati.
Kanadískur tuxedo við svarta fylgihluti, klassík!
Brosið er alltaf fallegasti fylgihluturinn eins og sést bersýnilega á ofurfyrirsætunni Karen Elson.
Svokallaðir bucket-hattar eru trendí í dag.
Risa sólgleraugu við útvíðar buxur, næs kombó!
Balenciaga, Optical Studio, 56.600 kr. (Öll sólgleraugu á 20% afslætti út 20. febrúar í Optical Studio, Smáralind!)
Zara, 6.495 kr.
Zara, 6.495 kr.

Working girl

Mörg átfittin á tískuviku í New York myndu sóma sér vel í vinnunni. Við tökum niður punkta!
Kasjúal og kúl! Þetta buxnasnið er málið í dag.
Seventís-stíllinn er alltaf smart.
Elskum þessa litasamsetningu.
Alpahúfan gerir þetta lúkk, að okkar mati.
Trés chic!
Dragt í yfirstærð við strigaskó og risa vinnutösku frá Dior.
Þegar kápan sér um að tala.
Semí kasjúal, semí kúl.
Uppskriftin að elegant vinnudressi.
Ilmur af vori.
Fullkomið, áreynslulaust Girl Boss-dress.
Tamara Kalinic með puttann á púlsinum, að vanda.
Gervipels við skinny-buxur, víð stígvél og beanie-hatt. Love it!
Litapalletta vorsins.
Eins og klippt út úr tíunda áratugnum.
Skemmtilegt tvist að hafa klútinn á erminni.
Sjúlluð leðurdragt í djúsí vínrauðum tón.

Steldu stílnum

Zara, 27.995 kr.
Zara, 5.995 kr.
Kaupfélagið, 21.537 kr.
Esprit, 29.995 kr.
Zara, 7.495 kr.
Tom Ford, Optical Studio, 52.900 kr.
Zara, 6.495 kr.
Selected, 24.990 kr.
Selected, 10.990 kr.
Vero Moda, 8.590 kr.
Vero Moda, 14.990 kr.
Vero Moda, 6.990 kr.
Zara, 4.995 kr.
Zara, 3.495 kr.
Stórar vinnutöskur verða útum allt á komandi misserum. Splæstu í eina sem getur geymt tölvuna og allt hitt í leiðinni!

Meira úr tísku

Tíska

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni