Fylgihluturinn sem allir þurfa að eiga
Það verður nú að segjast eins og er að það sem stílstjörnurnar klæðast á hátískuviku er frekar fjarlægur draumur en einn fylgihlutur sem allir geta sportað eru sólgleraugu og þá er gaman að dýfa litlu tánni örlítið ofan í hönnunarpollinn. Sjáum hvað ber hæst í sólgleraugnatískunni í ár.
Ílöng
Næntíssnið á gleraugum hefur verið að trenda síðasta árið og ekkert lát virðist á vinsældunum.
Kisu
Það er eitthvað klassísk, elegant og kúl við kisuleg gleraugu og þau falla seint úr tísku.
Öðruvísi
Sólgleraugnatískan er allskonar í ár og skrítin og skemmtileg form og litir fá að vera með og eins gler í allskyns litum. Hér er eitthvað fyrir þau sem þora að vera örlítið öðruvísi.
Töskur
Það er gaman að skoða töskurnar sem sjást á tískuviku enda engu til sparað í þeim efnum. Hér eru þær sem stílstjörnurnar sáust sporta á hátískuviku í París.