Fara í efni

Hausttískan í H&M hefur aldrei verið flottari

Tíska - 15. september 2023

Hausttískan í H&M í ár er uppfull af klassískum flíkum með áhugaverðu tvisti. Klæðilegar kápur, kynþokkafull pils og blússur og dragtir sem meina bisness! Fylgihlutirnir eru svo ekki af verri endanum þar sem töskur í yfirstærð og upphá stígvél spila stóra rullu.

Löðrandi lúxus

Kamelkápa er eitthvað sem stenst tímans tönn og á alltaf vel við á þessum tíma árs.
Leðurflíkur verða áberandi í haust en þetta gervileðurpils fer beint á óskalistann okkar!
Vinnudragt par excelans!
Svokölluð „pussybow“-blússa sem gengur undir blazerjakka í vinnuna eða við pils við sparilegri tilefni.
Úr haustlínu H&M haustið 2023.
Klassíska, hvíta skyrtan er staðalbúnaður í haust.

Fabjúlös fylgihlutir

Stórar töskur og upphá stígvél eru að trenda í haust ef marka má stærstu tískuhús heims og að sjálfsögðu er H&M með puttann á púlsinum.

Leður og lekkerheit

Leðrið spilar stóra rullu í hausttískunni, siffonkjólar og karlmannlegar dragtir.

Á óskalista stílista

Þetta er það sem er á óskalista stílistans okkar úr haustlínu H&M sem er mætt í flagship-verslunina í Smáralind.
Sjáumst á strollinu í H&M Smáralind!

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París