Slæður koma sterkar inn í hausttískunni en það skemmtilega við þær er að hægt er að leika sér mikið með stíliseringu á þeim. Það eina sem þarf er hugmyndaflugið. Hægt er að binda slæðu utan um sig og búa til topp í anda aldamótatískunnar, um höfuðið til að stæla seventísstílinn eða jafnvel í kringum handfangið á töskunni eða um mittið.



Casademunt by Maite haust 2021. Crutchley haustið 2021.
Götutískan
Stílstjörnurnar á meginlandinu voru hver annarri flottari og sýndu hvernig fallegt getur verið að leika sér með silkislæðu.
Götutískan í Parísarborg. Myndir: IMAXtree. Náttúrulegir liðir njóta sín vel með þessu slæðulúkki.

Vero Moda, 2.590 kr. Zara, 1.995 kr. Vero Moda, 2.590 kr. Zara, 1.995 kr.
Heitt í hárið
Slæður voru ekki eini fylgihluturinn sem fékk að vera í sviðsljósinu heldur voru hárspennur (gjarnan vel merktar ákveðnu tískumerki) og hárspangir áberandi, eins og þær hafa verið síðustu þrjú árin eða svo.
Stílstjarnan Leonie Hanne vel merkt Dior.

Zara, 2.795 kr. Valentino, Netaporter.com, 48.038 kr. Gucci, Mytheresa.com, 44.320 kr.
Þykkar hárspangir og glitrandi sætar í anda Blair í Gossip Girl halda velli áfram.
Hárspöng úr sléttflaueli er ekta jóla! Braschi haust 2021. Baksviðs hjá Dsquared2. Þykk hlébarðamynstursspöng hjá Braschi. Ester Manas haustið 2021. Blair Waldorf myndi sporta þessari spöng stolt! Biagotti haust 2021. Myndir: IMAXtree.

Bling bling!