Fara í efni

Erum við til í þetta trend aftur? Kíkjum á götutískuna í New York

Tíska - 13. febrúar 2024

Stílstjörnurnar flykktust til New York-borgar þegar tískuvika var haldin þar á dögunum. Við getum vel hugsað okkur að stela nokkrum hugmyndum að dressum frá þeim en eitt trend erum við hreinlega ekki vissar um. Hvað finnst ykkur? Eruð þið tilbúin í þetta trend aftur?

Kvartbuxur

Þið lásuð það fyrst hér en ólíklegasta trendið, sem við værum alveg til í að sleppa því að sjá aftur, er mætt með látum. Búið ykkur undir kvartbuxna-stormsveip!
Svartur alklæðnaður þar sem sokkabuxum er klæðst undir kvartbuxurnar og hælaskó.
Grá kvartbuxnadragt og aftur sokkabuxur og hælar.
Annað kvartbuxnaátfitt.
Hér er dressið toppað með kúrekahatti.
Danska stílstjarnan Emili Sindlev fann sína innri Carrie Bradshaw enn og aftur á götum New York-borgar í gallakvartbuxum.
Emili Sindlev eða Carrie Bradshaw?
Kvartbuxurnar eru að koma sterkar inn á næstu misserum. Þið ráðið að sjálfsögðu hvað þið gerið við þær upplýsingar!

Steldu stílnum

Zara, 11.995 kr.
Esprit, 4.295 kr.
Zara, 6.995 kr.
Esprit, 9.995 kr.
Monki, Smáralind.
Þó við séum alls óvissar um kvartbuxnatrendið þá verðum við að vera hreinskilnar, þetta er hugsanlega eitt af uppáhaldsmómentunum okkar frá tískuvikunni í New York. Svo mikið Carrie!

Mob Wife

Mafíósastíllinn hefur heldur betur gert var við sig í Stóra eplinu þar sem lúxuspelsar og svartklæddar konur voru á hverju strái.
Glamúrinn tekinn á næsta stig.
Rándýrt lúkk á Leonie Hanne.
Hvítt frá toppi til táar og hvítur pels sem setur punktinn yfir i-ið.
Pelsarnir eru að trenda.
Gullfallegur pels.

Smart kasjúal

Af öllum tískuvikunum fannst okkur áberandi hversu margar stílstjörnur klæddust vönduðum, klassískum flíkum sem við gætum alveg séð fyrir okkur apa eftir frá a-ö. Hér eru nokkur klæðilegustu lúkkin sem vekja innblástur hjá HÉR ER-teyminu.
Smart kasjúal við Onitsuka Tiger-strigaskó sem hafa lengi verið á óskalistanum okkar.
Beisikk en bjútífúl.
Uppábrot á dökkum gallabuxum er eitthvað sem er að trenda.
Ekta New York-lúkk.
Það er auðvelt að stela þessu dressi frá a-ö.
Guðdómlegur en mínimalískur leðurjakki í koníaksbrúnum tón.
Fersk útfærsla af dýramynstrinu.
Bottega Veneta-taskan sem kemur aleigunni fyrir er flottur fylgihlutur.
Annað svart og seiðandi og ekta New York.
Rykfrakkinn fær bráðum að sjá dagsljósið enn á ný.
Loewe peysan sívinsæla við svart mínípils.
Dressið toppað með trefli frá Acne Studios sem er sívinsæll.
Leðurlúkk.
Dásamlega dömulegt og fallegt dress.
Poppað pelsalúkk.
Ef eitthvað er að marka Miucciu Prada þá eru gráir tónar það sem koma skal.
Ýktir axlarpúðar á uppáhaldinu okkar, henni Tamara Kalinic.
Kamellituð kápa er fjárfesting sem stenst tímans tönn.
Einfaldleikinn í sinni bestu mynd.
Við sjáum fyrir okkur að stela þessari stíliseringu.
Geggjað! Takið eftir buxunum við hælaskóna.
Blazer í yfirstærð, klassískar gallabuxur, stígvél og stór Gucci-tuðra.
Bókstaflega gólfsíð kápa sem er að gefa.
Prófaðu að nota belti yfir kápuna þína, það kemur ótrúlega vel út!

Steldu stílnum

Anine Bing, Mathilda, 149.990 kr.
Zara, 8.995 kr.
Weekday, Smáralind.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 119.990 kr.
Kaupfélagið, 26.995 kr.
Ullarblazer, Selected, 29.990 kr.
Celine, Optical Studio, 88.500 kr.

Woman in Red

Rauði liturinn heldur áfram að vera vinsæll og ekki síður rauðir fylgihlutir sem hafa verið rauði þráðurinn í gegnum tískuvikur allra borganna.
Rauð prada taska poppar upp á átfittið.
Geggjuð rauð tuðra.
Svipaðir fást í Zara, Smáralind.
Rauð taska við svartan alklæðnað.
Risa rauður trefill gefur dressinu líf.
Hárauð Chanel.
Rauð Balenciaga-taska við rauðan pels.
Alaïa taskan hefur notið mikilla vinsæla hjá tískukrádinu.
Rautt og grátt kombó.
Hversu mikið gera rauðu sokkabuxurnar fyrir þetta átfitt?
Hér sést aftur hversu vel kamelbrúnn og rauður tóna vel saman.
Hanskar verða einn heitasti fylgihluturinn á næstu misserum.
Brúnn og rauður er litakombó sem er ferskt og kemur skemmtilega á óvart.
Mathilda, 59.990 kr.
Gucci, Optical Studio, 59.900 kr.
Blazer, Zara, 13.995 kr.
Zara, 5.595 kr.

Ljóst og lekkert

Við getum ekki beðið eftir hækkandi sól þar sem ljósari tónar fá að njóta sín.
Megum við fá þetta dress í öllum litum?
Talandi um áberandi eyrnalokka.
Leonie Hanne settleg í ljósum tónum á götum New York.
Einfalt en steinliggur.
Fallegur leikur að hlutföllum og lekkert dress.
Látlaust og lekkert.
Alexa Chung í mínimalísku átfitti á tískuviku í New York.

Steldu stílnum

Vila, 9.990 kr.
Weekday, Smáralind.
Vero Moda, 25.990 kr.
Zara, 5.995 kr.
Lauren Ralph Lauren, Mathilda, 64.990 kr.
Ullarblazer, Zara, 13.995 kr.
Galleri 17, 66.995 kr.
Lauren Ralph Lauren, Mathilda, 54.990 kr.
Fendi, Optical Studio, 64.500 kr.
Geggjuð taska!
Peysunni skellt yfir axlirnar og fest með smart nælu. Stílisering sem vert er að prófa!

Lokkandi lokkar

Áberandi stórir eyrnalokkar eru að trenda og ekki er verra ef þeir eru „vintage“.

Steldu stílnum

SIX, 2.995 kr.
Lindex, 2.399 kr.
Zara, 2.995 kr.
SIX, 2.995 kr.
Zara, 3.495 kr.
Meba, 31.900 kr.
Lindex, 2.799 kr.
SIX, 2.495 kr.
Weekday, Smáralind.
Vero Moda, 3.590 kr.
Jens, 29.900 kr.
Jón og Óskar, 85.000 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Topp 30 yfirhafnir fyrir karlana í haust

Tíska

Topp trend á tískuviku í París

Tíska

Beyoncé í sjóðheitu sambandi með Levi´s

Tíska

Dúndurdílar á Miðnæturopnun! (Það sem er á radarnum hjá stílistanum okkar!)

Tíska

Taktu þátt í bleika mánuðinum

Tíska

Óskalisti stílista úr ZARA

Tíska

Glamúr og nördismi í götutískunni í Mílanó

Tíska

Kíktu í pokann hjá Mari Järsk