Kvartbuxur
Þið lásuð það fyrst hér en ólíklegasta trendið, sem við værum alveg til í að sleppa því að sjá aftur, er mætt með látum. Búið ykkur undir kvartbuxna-stormsveip!
Danska stílstjarnan Emili Sindlev fann sína innri Carrie Bradshaw enn og aftur á götum New York-borgar í gallakvartbuxum.
Steldu stílnum
Mob Wife
Mafíósastíllinn hefur heldur betur gert var við sig í Stóra eplinu þar sem lúxuspelsar og svartklæddar konur voru á hverju strái.
Smart kasjúal
Af öllum tískuvikunum fannst okkur áberandi hversu margar stílstjörnur klæddust vönduðum, klassískum flíkum sem við gætum alveg séð fyrir okkur apa eftir frá a-ö. Hér eru nokkur klæðilegustu lúkkin sem vekja innblástur hjá HÉR ER-teyminu.
Steldu stílnum
Woman in Red
Rauði liturinn heldur áfram að vera vinsæll og ekki síður rauðir fylgihlutir sem hafa verið rauði þráðurinn í gegnum tískuvikur allra borganna.
Ljóst og lekkert
Við getum ekki beðið eftir hækkandi sól þar sem ljósari tónar fá að njóta sín.
Steldu stílnum
Lokkandi lokkar
Áberandi stórir eyrnalokkar eru að trenda og ekki er verra ef þeir eru „vintage“.