Fara í efni

Steldu stílnum af tískusýningar­pöllunum fyrir ferskt vinnulúkk

Tíska - 21. ágúst 2023

Stílistinn okkar skrollaði í gegnum aragrúa af myndum frá hausttískusýningum stærstu tískuhúsanna og sýnir okkur hvernig hægt er að framkalla fersk vinnulúkk á hagkvæman hátt.

Stundaglas

Blazerar og frakkar verða áfram í yfirstærð eins og síðustu árin en í haust verður mittið í aðalhlutverki og ýkt stundaglasasnið verður áberandi í yfirhöfnum.
Tory Burch.
Dries Van Noten.
Versace.
Sportmax.
Stella McCartney.
Givenchy.

Þessi fallegi blazer myndi sóma sér vel við dökkar gallabuxur og hælaskó. Kominn í H&M Smáralind.

Þessi fallegi blazer var að lenda í H&M Smáralind.
Sand Copenhagen, Mathilda, 69.990 kr.
Sniðugt að nota belti yfir frakka eða kápu í yfirstærð til að undirstrika mittið.

Smart kasjúal

Mörg stærstu tískuhúsin sendu mjög svo klæðileg dress niður tískusýningarpallinn sem veita okkur innblástur fyrir vinnuátfittin í haust. Gallabuxur og leggings koma við sögu og við elskum það!
Við erum að elska þetta dress frá Miu Miu enda klæðilegt með eindæmum.
Annað Miu Miu-átfitt.
Bottega Veneta sýnir að beisik er oft best.
Skyrta og gallabuxur hjá Versace.
Staðalbúnaður hinnar vinnandi konu. Þetta lúkk kemur úr smiðju Gucci.
Annað klæðilegt Gucci-átfitt.

Steldu stílnum

Gallabuxnastíllinn Iku frá Monki, Smáralind.
Hugo, Mathilda, 26.990 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 119.990 kr.
Mathilda, 24.990 kr.
Zara, 11.995 kr.
Vero Moda, 11.990 kr.
Rowe frá Weekday, Smáralind.
Anine Bing, Mathilda Smáralind, 44.990 kr.
Truflaðar leggings frá Icewear, 7.990 kr.
Weekday, Smáralind.
Zara, 8.995 kr.
Weekday, Smáralind.
Hugo, Mathilda, 24.990 kr.
Blazer, Anine Bing, Mathilda Smáralind, 94.990 kr.
Boss, Mathilda, 34.990 kr.
Þessi örlítið útvíða týpa er með klæðilegustu gallabuxnasniðum sem við höfum prófað. Uppháar og úr teygjanlegu efni sem faðmar líkamann á fullkominn hátt. Zara, 5.995 kr.

Working Girl

Þau eru ófá skiptin þar sem karakter Melanie Griffith í Working Girl er innblástur fyrir hausttískuátfitt hinnar vinnandi konu. Saint Laurent sendi blazera í yfirstærð með risa axlarpúðum, aðsniðin, hnésíð pils og „pussybow“-skyrtur í anda Working Girl niður tískusýningarpallinn þegar hausttíska ársins var kynnt.
Eins og klippt út úr níunda áratugnum hjá Saint Laurent.
Kynþokkafullt og retró hjá Saint Laurent.
Leðurjakkar í yfirstærð og „pussybow„-skyrtur koma sterkar inn með haustinu.
Fullkomið samspils hins karllæga og þess kvenlega.

Steldu stílnum

H&M Smáralind.
Karakter og Galleri 17, 19.995 kr.
Selected, 29.990 kr.
Vero Moda, 8.990 kr.
Zara, 4.595 kr.
Vero Moda, 8.990 kr.
Anine Bing, Mathilda, 69.990 kr.
Saint Laurent, Optical Studio, 58.900 kr.
Mathilda, 44.990 kr.
Selected, 29.990 kr.
Jodis, Kaupfélagið, 29.995 kr.
GS Skór, 26.995 kr.

„Statement“ eyrnalokkar

Ýktir eyrnalokkar gefa einföldu átfitti ákveðinn x-faktor og er góð leið til að krydda með.
Saint Laurent haust 2023.
Kryddaðu einfalt átfitt með „statement“ eyrnalokkum.

Steldu stílnum

Zara, 2.995 kr.
Zara, 2.995 kr.
Zara, 2.995 kr.
Six, 1.995 kr.
Six, 2.495 kr.

Fiftís pils

Kvenleg pils í fiftís anda eru að trenda í haust og gefa vinnandi konum nýtt og ferskt lúkk inn í fataskápinn.
Pils í fiftís anda eru að trenda í haust ef marka má Miucciu Prada og co.

Dragsíðar kápur

Mörg stærstu tískuhúsin kynntu til sögunnar dragsíðar kápur sem smellpassa við íslenska haustið. Djúsí kápa er þokkalega á óskalistanum okkar!
Stella McCartney haustið 2023.
Victoria Beckham haustið 2023.
Givenchy haustið 2023.
Boss, Mathilda, 89.990 kr.

Toppar með tvisti

Toppar sem bera axlirnar örlítið eða eru með áhugaverðu hálsmáli halda áfram að trenda og parast skemmtilega við dragtarbuxur, gallabuxur og pils.
Saint Laurent.
Ferragamo.
Stella McCartney.
H&M er með marga smart toppa fyrir haustið eins og þennan hér.

Steldu stílnum

Þessi toppur úr smiðju H&M er úr veglegu efni sem leggst vel að líkamanum. Kemur í nokkrum litum og okkur langar í þá alla!
Fullkominn toppur til að nota til að „layera“ undir smart jakka í haust. Bómullarblandan er „þung“ og gæðin góð. Fæst í Flagship-verslun H&M í Smáralind.
Zara, 5.595 kr.
Samfella, Zara, 3.995 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 44.990 kr.
Silkitoppur er góð fjárfesting fyrir fataskápinn! Karakter, 21.995 kr.

Stuttir jakkar

Stuttir, dömulegir og sportí jakkar eru að trenda og eru góð viðbót við fataskápinn inn í haustið enda ganga þeir við nánast allt.
Dömulegur og mínimal paraður við rúllukraga hjá Chloé.
Sportlegur og sexí frá Stella McCartney.

Steldu stílnum

Zara, 8.995 kr.
Fallegur tvítjakki úr H&M, Smáralind.
Galleri 17, 10.797 kr.
Sportí bomber frá Weekday, Smáralind.
Zara, 11.995 kr.

Dásamlegar dragtir

Dragtir eru hið fullkomna vinnuátfitt en stakar dragtarbuxur koma einnig sterkar inn í haust, sérstaklega þær teinóttu sem hægt er að dressa upp og niður eftir smekk og tilefni.
Sportmax.
Gucci.
Sportmax.
Trussardi.
Eudon Choi.

Steldu stílnum

Úr haustlínu H&M.
H&M Smáralind.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 59.990 kr.
Zara, 6.995 kr.
Buxur, Golden Goose, Mathilda, 99.990 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París