Stundaglas
Blazerar og frakkar verða áfram í yfirstærð eins og síðustu árin en í haust verður mittið í aðalhlutverki og ýkt stundaglasasnið verður áberandi í yfirhöfnum.
Þessi fallegi blazer myndi sóma sér vel við dökkar gallabuxur og hælaskó. Kominn í H&M Smáralind.
Smart kasjúal
Mörg stærstu tískuhúsin sendu mjög svo klæðileg dress niður tískusýningarpallinn sem veita okkur innblástur fyrir vinnuátfittin í haust. Gallabuxur og leggings koma við sögu og við elskum það!
Steldu stílnum
Working Girl
Þau eru ófá skiptin þar sem karakter Melanie Griffith í Working Girl er innblástur fyrir hausttískuátfitt hinnar vinnandi konu. Saint Laurent sendi blazera í yfirstærð með risa axlarpúðum, aðsniðin, hnésíð pils og „pussybow“-skyrtur í anda Working Girl niður tískusýningarpallinn þegar hausttíska ársins var kynnt.
Steldu stílnum
„Statement“ eyrnalokkar
Ýktir eyrnalokkar gefa einföldu átfitti ákveðinn x-faktor og er góð leið til að krydda með.
Steldu stílnum
Fiftís pils
Kvenleg pils í fiftís anda eru að trenda í haust og gefa vinnandi konum nýtt og ferskt lúkk inn í fataskápinn.
Dragsíðar kápur
Mörg stærstu tískuhúsin kynntu til sögunnar dragsíðar kápur sem smellpassa við íslenska haustið. Djúsí kápa er þokkalega á óskalistanum okkar!
Toppar með tvisti
Toppar sem bera axlirnar örlítið eða eru með áhugaverðu hálsmáli halda áfram að trenda og parast skemmtilega við dragtarbuxur, gallabuxur og pils.
Steldu stílnum
Stuttir jakkar
Stuttir, dömulegir og sportí jakkar eru að trenda og eru góð viðbót við fataskápinn inn í haustið enda ganga þeir við nánast allt.
Steldu stílnum
Dásamlegar dragtir
Dragtir eru hið fullkomna vinnuátfitt en stakar dragtarbuxur koma einnig sterkar inn í haust, sérstaklega þær teinóttu sem hægt er að dressa upp og niður eftir smekk og tilefni.