Heitar húfur
Svokallaðar beanies eða stællegar húfur eru að trenda og eru góð gjöf fyrir strákana í þínu lífi, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru.
Töff jakki
Stuttir jakkar eru að trenda, bæði heldur bomber-jakkinn velli en einnig loðfóðraðir og allskyns sportlegir sem henta við hin ýmsu tilefni og því fullkomin jólagjöf fyrir þinn heittelskaða.
Kósígalli
Bestu gjafirnar eru þær sem eru vel nýttar af þeim sem þyggur þær. Joggingbuxur eða „kósígalli“ er tilvalin jólagjöf.
Flottir fylgihlutir
Hanskar, belti, skór og skart eru allt gjafir sem gleðja.
Sexí sólgleraugu
Sólgleraugu eru kannski ekki augljós kostur þegar kemur að jólagjöf en fyrr en varir verður vorið komið á ný og sólin hækkar á lofti. Þá er gaman að geta tekið fram ný og smart sólgleraugu.
Tryllt taska
Taska undir tölvuna, fyrir gymmið, helgarferðina eða hreinlega hliðartaska er góð gjöf sem stenst tímans tönn.
Reffilegur frakki
Ef „budget“-ið leyfir er klassískur frakki gjöf sem getur ekki klikkað!
Þýðingarmikið skart
Skart sem tjáir ást þína á alltaf vel við.
Ilmur af jólum
Við mælum með því að tékka á þessum ef þið eruð á höttunum eftir nýjum ilmi handa ykkar heittelskaða.