Rauðir og jólalegir
Það er engum blöðum um það að fletta að rauði liturinn er að trenda og því tilvalið að krydda upp á litla, svarta kjólinn með rauðum hælaskóm.
Megasætir „Mules“
Svokallaðir mules-skór eru að trenda eins og sést hér á stílstjörnunum á tískuviku.
Svartir og sexí
Þú getur ekki klikkað þegar kemur að svörtum hælaskóm, hvort sem þú fílar bandaskó, „platform“ eða þá klassísku.
Vinyl
Tískuhúsið Alaïa hefur slegið í gegn í tískuheiminum með vinyl-skóna sína sem mynda hjarta fremst á tánum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrir vinyl-skór úr smiðju Zara, sem er alltaf hægt að stóla á að sé með nýjustu trendin á hreinu.
Nude
Húðlitaðir hælar eru alltaf elegant og lengja leggina til muna.
Heitir hvítir
Hvítir skór hafa verið áberandi á síðustu misserum sem og hæll sem er í formi banana. Gerið það sem þið viljið við þær upplýsingar!
Skreyttir og sætir
Hver fílar ekki smá demanta og pallíettur sem geta tekið skóna upp á næsta level?
Þá er bara að gera ugla sat á kvisti!