Best klæddu
Þessir voru þeir best klæddu á karlatískuviku sem haldin var í sumar í Mílanó, að mati stílista HÉR ER og eiga það sameiginlegt að vera í nokkuð klæðilegum átfittum sem tiltölulega auðvelt er að apa eftir.
Steldu stílnum
Skrautlegar skyrtur
Skemmtilegar og skrautlegar skyrtur halda áfram að trenda hjá körlunum ef marka má þá sem mættu á karlatískuviku í sumar. Við erum að fíla þetta trend enda úrvalið endalaust og vel hægt að leyfa sínum einstaka karakter og húmor að skína með þessum hætti.
Steldu stílnum
Töff jakkar
Jakkinn er mikilvægur fyrir heildarmyndina. Hvort sem þú fílar bomberinn, gallajakkann eða háskólastílinn-þá ættirðu að finna eitthvað við hæfi.